10.01.2021
Knattspyrnufélag Akureyrar heldur upp á 93 ára afmæli sitt að þessu sinni með sjónvarpsþætti vegna Covid 19 stöðunnar. Í þættinum er íþróttakarl og íþróttakona ársins hjá félaginu kjörin auk þjálfara og liðs ársins. Böggubikarinn er að sjálfsögðu á sínum stað og Ingvar Már Gíslason formaður flytur ávarp sitt
10.01.2021
Akureyrarbær og Knattspyrnufélag Akureyrar skrifuðu í gær undir viljayfirlýsingu er snýr að uppbyggingu íþróttamannvirkja á svæði KA við Dalsbraut. Það er ljóst að þetta eru gríðarlega jákvæð tíðindi fyrir félagið og stórt skref í átt að þeirri framtíðarstefnu sem félagið hefur unnið að undanfarin ár
08.01.2021
Þjálfarar yngri landsliða Íslands í handbolta gáfu í dag út æfingahópa fyrir komandi verkefni í sumar en um er að ræða U-21, U-19 og U-17 ára landslið karla og U-19 og U-17 ára landslið kvenna. Það má með sanni segja að okkar fulltrúar séu sýnilegir en alls voru 14 leikmenn valdir úr röðum KA og KA/Þórs
07.01.2021
Handboltaleikjaskólinn fer í gang aftur á sunnudaginn. Hann verður þó með breyttu sniði sökum COVID19. Stefnt er að því að hafa æfingu núna á sunnudaginn, 10. janúa í Íþróttahúsi Naustaskóla. Síðan er vonast eftir tilslökunum á samkomubanni þannig að foreldrar geti mætt með börnum sínum síðar í mánuðinum.
06.01.2021
Knattspyrnufélag Akureyrar fagnar 93 ára afmæli sínu þann 8. janúar næstkomandi og hefur félagið iðulega haldið upp á afmæli sitt fyrsta sunnudag eftir afmælisdaginn. Vegna Covid-19 stöðunnar verður hinsvegar breyting á fögnuðinum að þessu sinni
06.01.2021
Ýmir Már Geirsson framlengdi í dag samningi sínum við knattspyrnudeild KA um tvö ár og njótum við því áfram krafta þessa öfluga miðjumanns. Ýmir sem er 23 ára gamall er uppalinn hjá félaginu og hefur leikið alls 34 meistaraflokksleiki í deild og bikar
02.01.2021
Fimleikafélagið óskar öllum Gleðilegt ár og farsældar á nýju ári. Fimleikastarfið fer í gang aftur eftir jólafrí mánudaginn 4. janúar. Við erum bjartsýn með komandi ár og trúum því að takmarkanir við æfingar komi ekki til eins og árið 2020 og minnum í leiðinni á að haustönnin var framlengd og líkur 17. janúar 2021. Ef iðkandi ætlar ekki að halda áfram á vorönn þá vinsamlegast látið vita á netfangið skrifstofa@fimak.is. Ekki þarf að tilkynna með þátttöku hjá laugardagshópum. Skráning í Nora dugar til að staðfesta skráningu í leikskólahópana.
01.01.2021
Við óskum þeim KA félögum sem eiga stórafmæli í janúar innilega til hamingju.
30.12.2020
Aðalstjórn KA samþykkti á dögunum nýjar siðareglur félagsins en þær hafa nú verið einfaldaðar og gilda almennt yfir alla félagsmenn, hvort sem eru iðkendur, þjálfarar, stjórnarmenn og svo framvegis
30.12.2020
Yngriflokkaráð KA í knattspyrnu leitar nú að aðstoðarþjálfara fyrir 6. og 7. flokk drengja. Flokkarnir æfa þrjár æfingar í viku, þriðjudaga, fimmtudaga og um helgar. Möguleiki er að þjálfa einungis á virkum dögum