16.01.2021
Baráttan í Olísdeild kvenna fór aftur af stað í dag er KA/Þór sótti Hauka heim í 4. umferð deildarinnar. Aðeins einu stigi munaði á liðunum fyrir leik og miðað við undanfarna leiki liðanna mátti búast við hörkuleik enda ljóst að gríðarleg barátta verður um efstu fjögur sæti deildarinnar sem gefa sæti í úrslitakeppninni
16.01.2021
KA sótti Aftureldingu heim í 2. umferð Mizunodeildar karla í blaki í dag en fyrir leikinn voru heimamenn með þrjú stig en KA án stiga. Það var því smá pressa á strákunum að koma sér á blað og þeir stóðu heldur betur undir því
16.01.2021
Framundan eru úrtaksæfingar hjá U17 og U19 ára landsliðum kvenna í knattspyrnu og eru alls fjórar úr Þór/KA boðaðar á æfingarnar. Æfingarnar fara fram dagana 25.-27. janúar næstkomandi í Skessunni í Hafnarfirði
16.01.2021
Það er svo sannarlega stórleikur framundan í Olísdeild kvenna í handboltanum í dag þegar KA/Þór sækir Hauka heim klukkan 16:00 á Ásvöllum. Síðustu leikir liðanna hafa verið spennuþrungnir og má heldur betur búast við áframhaldi á því í dag
16.01.2021
Eftir langa pásu er loksins komið að öðrum leik karlaliðs KA í blaki er liðið sækir Aftureldingu heim að Varmá klukkan 15:00 í dag. Það má búast við hörkuleik en bæði lið ætla sér stóra hluti í vetur
15.01.2021
Heimsmeistaramótið í handbolta er í fullum gangi og um að gera að koma og prófa þessa skemmtilegu íþrótt. Ef þú hefur áhuga á að koma á æfingu og prófa handbolta hjá okkur í KA og KA/Þór þá skaltu ekki hika við að láta sjá þig, þú munt ekki sjá eftir því
15.01.2021
Dagana 20.-22 janúar næstkomandi eru úrtaksæfingar hjá bæði drengja- og stúlknalandsliðum Íslands í knattspyrnu skipuð leikmönnum 16 ára og yngri. Þór/KA á þrjá fulltrúa kvennamegin og svo eru tveir frá KA í drengjaliðinu en æfingarnar fara fram í Skessunni í Hafnarfirði
14.01.2021
Eftir langa íþróttapásu undanfarna mánuði er loksins komið að því að við getum farið að fylgjast aftur með liðunum okkar. Þó er ljóst að einhver bið er í að áhorfendum verði hleypt á leiki en þess í stað stefnir KA-TV á að gefa enn frekar í og sýna frá hvort sem um ræðir leiki meistaraflokka eða yngriflokka félagsins
14.01.2021
Kvennaliði KA í blaki hefur borist mikill liðsstyrkur en Mireia Orozco skrifaði í gær undir samning við blakdeild KA. Mireia sem er 27 ára gömul og kemur frá Spáni er gríðarlega öflugur kantsmassari og mun koma til með að styrkja okkar öfluga lið enn frekar
10.01.2021
Á 93 ára afmælisfögnuði KA var árið gert upp og þeir einstaklingar sem stóðu uppúr verðlaunaðir. Þar ber hæst kjör á íþróttakarli og íþróttakonu KA á árinu. Deildir félagsins tilnefndu karl og konu úr sínum röðum en knattspyrnumaðurinn Brynjar Ingi Bjarnason var valinn íþróttakarl ársins og blakkonan Gígja Guðnadóttir valin íþróttakona ársins