10.03.2021
Meistaraflokkur KA/Þórs er með stórskemmtilegt páskaeggjabingó þar sem þú getur unnið risastórt 1,35 kg páskaegg frá Nóa Síríus. Á hverju korti eru tíu línur og því ansi miklar líkur á sigri með hverri línu sem þú kaupir
10.03.2021
Stúlknalandslið Íslands í handbolta munu æfa dagana 19.-21. mars næstkomandi og hafa nú verið gefnir út æfingahópar fyrir U15, U17 og U19 ára landsliðin. KA/Þór á alls 10 fulltrúa í hópunum þremur sem er frábær árangur
08.03.2021
Kvennalið KA í blaki leikur til undanúrslita í Kjörísbikarnum á föstudaginn er liðið mætir Völsung klukkan 17:00 í Digranesi í Kópavogi. KA er ríkjandi Bikarmeistari eftir sigur í keppninni árið 2019 en vegna Covid var ekki leikið í bikarnum í fyrra
08.03.2021
Vegna þess fjölda sem mun sækja í KA-Heimilið þessa vikuna biðlar Knattspyrnufélag Akureyrar til foreldra að takmarka komu sína í KA-Heimilið í kringum æfingar barna sinna þessa vikuna. Öll erum við almannavarnir og vinnum á þessum aðstæðum saman
07.03.2021
Þór/KA tók á móti Íslandsmeisturum Breiðabliks í Lengjubikarnum í Boganum í dag. Þór/KA var með fullt hús stiga eftir fyrstu tvo leiki sína en Breiðablik var með fjögur stig og ljóst að það yrði hart barist eins og ávallt þegar þessi lið mætast
07.03.2021
KA/Þór fékk Hauka í heimsókn í 11. umferð Olísdeildar kvenna í handbolta í gær en fyrir leiki dagsins voru stelpurnar á toppi deildarinnar ásamt Fram með 16 stig. Haukar voru hinsvegar í 6. sæti með 9 stig og deildin ákaflega jöfn og spennandi fyrir lokakaflann
07.03.2021
Þór/KA fær ansi verðugt verkefni í dag þegar Íslandsmeistarar Breiðabliks mæta norður í Bogann klukkan 15:30. Þór/KA hefur hafið mótið af krafti og er með fullt hús stiga eftir tvo sigra á Tindastól og FH. Breiðablik er hinsvegar með 4 stig eftir sigur á Stjörnunni og jafntefli gegn Fylki
06.03.2021
KA sótti Aftureldingu heim í Lengjubikarnum í dag en leikurinn var liður í næstsíðustu umferð riðlakeppninnar. Fyrir leik var KA með 6 stig eftir þrjá leiki en Afturelding með 3 stig og þó nokkur spenna í baráttunni um sæti í 8-liða úrslitum keppninnar
06.03.2021
Afturelding tók á móti KA í 8-liða úrslitum Kjörísbikars karla í blaki í dag en bæði lið eru í toppbaráttu í Mizunodeildinni. Það var því ljóst að verkefni dagsins yrði erfitt en KA er ríkjandi Bikarmeistari eftir að hafa hampað titlinum árið 2019 en ekki var leikið til úrslita í fyrra vegna Covid veirunnar
06.03.2021
KA tók á móti Selfoss í Olísdeild karla í gærkvöldi en aðeins eitt stig skildi liðin að fyrir leikinn og úr varð afar skemmtilegur og spennandi leikur. Liðin gerðu 24-24 jafntefli er þau mættust fyrr í vetur á Selfossi og ótrúlegt en satt varð sama niðurstaða í KA-Heimilinu í gær