20.02.2021
KA tók á móti Fylki í Mizunodeild karla í blaki í gærkvöldi en fyrir leikinn var KA í harðri toppbaráttu á meðan gestirnir voru enn án stiga. Það reiknuðu því flestir með þægilegum sigri KA en það kom heldur betur annað á daginn
19.02.2021
Aðalfundur knattspyrnudeildar KA sem átti að fara fram í kvöld hefur verið frestað af óviðráðanlegum ástæðum. Fundurinn verður þess í stað haldinn fimmtudaginn 25. febrúar næstkomandi klukkan 20:00 í KA-Heimilinu
19.02.2021
KA tryggði sér dýrmætt stig gegn Val í KA-Heimilinu í gærkvöldi með ótrúlegri endurkomu á lokamínútum leiksins. Það stefndi allt í sigur gestanna sem leiddu 20-26 er fimm og hálf mínúta var eftir og enn leiddu þeir 23-27 er tæpar þrjár mínútur voru eftir
19.02.2021
KA tekur á móti Fylki í Mizunodeild karla í blaki klukkan 20:00 í KA-Heimilinu. KA liðið hefur verið á góðri siglingu að undanförnu og unnið síðustu fimm leiki sína eftir tap gegn Hamarsmönnum í fyrstu umferð deildarinnar
18.02.2021
KA tók á móti Val í Olísdeild karla í handboltanum í kvöld en aðeins munaði einu stigi á liðunum fyrir leikinn og bjuggust flestir við hörkuleik. Það varð heldur betur raunin og ljóst að þessi leikur mun seint renna okkur KA mönnum úr minni
18.02.2021
Það er skammt stórra högga á milli í handboltanum þessa dagana en í kvöld tekur KA á móti Valsmönnum aðeins þrem dögum eftir að strákarnir unnu frækinn sigur á ÍBV í Vestmannaeyjum. Eftir þrjá daga mæta strákarnir svo Þór í öðrum nágrannaslagnum á stuttum tíma
17.02.2021
KA sótti Þrótt Neskaupstað heim í Mizunodeild kvenna í blaki í kvöld en KA hafði sótt sex stig gegn Þrótti Reykjavík um helgina og gat með sigri í kvöld komið sér enn nær HK og Aftureldingu sem eru á toppi deildarinnar
17.02.2021
Nú er í gangi frábært tilboð þar sem þú færð áskrift að Stöð 2 Sport Ísland á sama tíma og þú styrkir handknattleiksdeild KA. Með áskrift að Stöð 2 Sport Ísland færð þú aðgang að öllu íslensku efni á stöðinni og mánaðarverðið er aðeins 3.990 kr. á mánuði
17.02.2021
Kvennalið KA leggur land undir fót í dag er liðið sækir Þrótt Neskaupstað heim klukkan 19:00. KA vann afar mikilvæga sigra á Þrótti Reykjavík um helgina og eru stelpurnar nú með 14 stig í 3. sæti deildarinnar
15.02.2021
KA sótti ÍBV heim til Vestmannaeyja í Olísdeild karla í handboltanum í kvöld. KA liðið hefur verið á góðu skriði að undanförnu og mættu strákarnir hvergi bangnir á einn erfiðasta útivöll landsins