Fréttir

Stelpurnar ætla sér í úrslitahelgina

KA tekur á móti Þrótti Neskaupstað í 8-liða úrslitum Kjörísbikars kvenna í blaki klukkan 20:15 á morgun, miðvikudaginn 3. mars. Stelpurnar eru ríkjandi Bikarmeistarar og þurfa á þínum stuðning að halda til að tryggja sér sæti í úrslitahelginni

Áhorfsvika frestast þar til annað verður tilkynnt

Samkvæmt okkar almennu reglum ætti að vera áhorfsvika þessa viku sem því miður verður ekki. Við fögnum því að nú er leyfilegt að hafa áhorfendur á íþróttaviðburðum en fyrir utan viðburði miðast fjöldatakörkun einstaklinga í sama rými núna við 50 með ákveðnum takmörkunum, bæði í opinberu rými og í einkarými. Það gilda sem sagt ekki sömu relgur um íþróttaviðburði og æfingar. Við munum skoða hvort hægt sé að útfæra áhorfsviku í einhverri mynd miðað við núgildandi sóttvarnareglur og tilkynnum um leið ef lausn finnst á því.

Kröfum Stjörnunnar vísað frá í máli KA/Þórs

KA/Þór sótti Stjörnuna heim í Olísdeild kvenna þann 13. febrúar síðastliðinn og vann þar 26-27 sigur eftir mikinn baráttuleik. Að leik loknum kom í ljós að mistök höfðu orðið á ritaraborði leiksins með þeim hætti að marki hafði verið bætt við hjá KA/Þór

Magnaður febrúar mánuður hjá KA

Febrúar mánuður er liðinn en óhætt er að segja að hann hafi reynst KA ansi gjöfull. Það er leikið ansi þétt þessa dagana eftir að íþróttirnar fóru aftur af stað eftir Covid pásu og léku meistaraflokkslið KA í fótbolta, handbolta og blaki alls 27 leiki í febrúar

Stórafmæli í mars

Knattspyrnufélag Akureyrar óskar þeim KA félögum sem eiga stórafmæli í mars innilega til hamingju

Strákarnir festust í Safamýrinni

KA sótti Fram heim í 12. umferð Olísdeildar karla í handboltanum í dag en KA liðið var fyrir leikinn ósigrað í sjö síðustu leikjum og hafði unnið sig upp í 3. sæti deildarinnar. Framarar voru hinsvegar aðeins fjórum stigum fyrir aftan í 9. sætinu og því mikið undir hjá báðum liðum

Öruggur 0-3 sigur KA á Álftanesi

KA sótti Álftanes heim í Mizunodeild kvenna í blaki í dag en fyrir leikinn voru liðin í 3. og 4. sæti deildarinnar. KA er í harðri baráttu við HK og Aftureldingu á toppnum en Álftanes er hinsvegar að berjast um síðasta sætið í úrslitakeppnina í vor

Myndaveislur frá heimasigrum gærdagsins

Það var nóg um að vera í gær er karlalið KA í blaki og fótbolta auk kvennaliðs KA/Þórs í handbolta léku heimaleiki í gær. Að sjálfsögðu unnust svo allir þessir leikir auk þess sem að kvennalið Þórs/KA í fótbolta vann útileik gegn FH í Lengjubikarnum

Fjögurra stiga leikur í Safamýrinni kl. 15:00

Leikjaálagið heldur áfram í Olísdeild karla í handboltanum þegar KA sækir Fram heim í Safamýrina klukkan 15:00 í dag. KA liðið sem hefur verið á fljúgandi ferð að undanförnu og er ósigrað í síðustu sjö leikjum sínum situr í 3. sæti deildarinnar fyrir leiki dagsins

Útileikur á Álftanesi hjá stelpunum

KA sækir lið Álftanes heim í Mizunodeild kvenna í blaki í dag klukkan 13:00 en þarna mætast liðin í 3. og 4. sæti deildarinnar og má reikna með krefjandi leik. KA hefur unnið báða leiki liðanna til þessa í vetur en fyrri viðureignin á Álftanesi fór í oddahrinu