Kári Gautason semur út árið 2023

Arnar og Kári sáttir við undirskriftina
Arnar og Kári sáttir við undirskriftina

Kári Gautason skrifaði á dögunum undir samning við Knattspyrnudeild KA út árið 2023. Kári sem verður 18 ára á árinu hefur komið af krafti inn í hóp meistaraflokks að undanförnu og var meðal annars í leikmannahópi KA liðsins í fyrsta leik sumarsins um síðustu helgi.

Kári sem er uppalinn í KA er bráðefnilegur og verður spennandi að fylgjast með framgöngu hans á vellinum á næstunni. Það er ljóst að það er afar jákvætt fyrir félagið að halda honum áfram innan okkar herbúða.