Fréttir

Árni Bragi til liðs við KA

Handknattleiksdeild KA fékk í dag góðan liðsstyrk þegar Árni Bragi Eyjólfsson skrifaði undir tveggja ára samning. Árni Bragi er 25 ára hægri hornamaður sem einnig getur leikið í hægri skyttu gengur til liðs við KA frá danska úrvalsdeildarliðinu KIF Kolding

Hörkuleikur KA og Vals árið 1998

Handknattleiksdeild KA þakkar kærlega fyrir frábæran stuðning í styrktarleik KA og KA/Þór sem hefur verið í gangi að undanförnu. Þökk sé þessari frábæru þátttöku birtum við nú hörkuleik KA og Vals í úrslitakeppninni 1998 í lýsingu Gunnars Níelssonar (Gunna Nella)

Dagur Gautason til liðs við Stjörnuna

Dagur Gautason hefur gengið til liðs við Stjörnuna og leikur því í Garðabænum næsta handboltavetur. Dagur sem er tvítugur að aldri er uppalinn hjá KA og er einn efnilegasti handboltamaður landsins en hann er fastamaður í unglingalandsliði Íslands og var valinn efnilegasti leikmaður Olís deildarinnar á síðasta vetri

Nicholas Satchwell til liðs við KA

Handknattleiksdeild KA hefur fengið góðan liðsstyrk fyrir næsta vetur með komu markvarðarins Nicholas Satchwell. Satchwell sem er fæddur árið 1991 er landsliðsmarkvörður Færeyja og tekið virkan þátt í þeim mikla uppgangi hjá liðinu undanfarin ár

Breytingar á þjálfarateymi KA í handbolta

Jónatan Magnússon verður aðalþjálfari handknattleiksliðs KA næsta vetur og honum til aðstoðar verður Sverre Andreas Jakobsson. Í vetur hafa þeir Jónatan og Stefán Árnason stýrt liðinu saman en Stefán stígur nú til hliðar. Jonni verður áfram yfirþjálfari yngriflokka KA meðfram þjálfun meistaraflokks

Tvö skemmtileg stemningsmyndbönd í handboltanum

Það hefur heldur betur verið líf og fjör í kringum karlalið KA í handbolta eftir að strákarnir fóru aftur að leika undir merkjum KA veturinn 2017-2018. Egill Bjarni Friðjónsson býður hér upp á tvö skemmtileg myndbönd sem sýna frá tveimur mikilvægum sigrum liðsins

Tvíhöfði í KA-Heimilinu - fyllum húsið!

Kæra KA-fólk! Eins og fram hefur komið hefur HSÍ aflýst öllu frekara mótahaldi á þessu tímabili. Þetta hefur sínar afleiðingar fyrir KA eins og önnur félög. Meðal annars verður ekkert af fyrirhuguðu yngriflokkamóti sem hefur skilað handknattleiksdeildinni drjúgum tekjum auk þess sem ekkert verður af þeim heimaleikjum sem KA og KA/Þór áttu eftir að spila

Tímabilið blásið af í handboltanum

Handknattleikssamband Íslands hefur tekið þá ákvörðun að aflýsa öllu mótahaldi á vegum sambandsins þetta tímabilið. Það verður því engin úrslitakeppni og lokastaðan í deildarkeppnunum verður eins og hún er núna

Svavar Ingi framlengir um tvö ár

Svavar Ingi Sigmundsson hefur framlengt samning sinn við handknattleiksdeild KA um tvö ár. Þessi ungi og öflugi markvörður verður því áfram í okkar herbúðum í baráttunni í Olís deildinni og er gríðarleg ánægja með þessa niðurstöðu en Svavar verður tvítugur síðar á árinu

Myndaveislur frá einvígi KA og Hauka 2001

KA og Haukar mættust í úrslitum Íslandsmótsins í handbolta veturinn 2000-2001. KA hafði orðið Deildarmeistari fyrr um veturinn og hafði því heimaleikjarétt í einvíginu og fór fyrsti leikur liðanna fram í KA-Heimilinu 26. apríl 2001