Myndaveislur frá leik KA og Fram

Handbolti
Myndaveislur frá leik KA og Fram
Stemningin var frábær (mynd: Þórir Tryggva)

KA og Fram áttust við í hörkuleik í KA-Heimilinu á laugardaginn en fyrir leikinn munaði einungis einu stigi á liðunum. Stemningin í KA-Heimilinu var mögnuð og leikurinn sjálfur stál í stál. Að lokum voru það gestirnir sem fóru með 20-21 sigur og náðu þannig þriggja stiga forskoti á KA liðið í deildinni.

Þórir Tryggvason og Egill Bjarni Friðjónsson voru á leiknum og mynduðu hasarinn í bak og fyrir. Við hvetjum ykkur eindregið til að kíkja á myndirnar og á sama tíma viljum við þakka ykkur fyrir þann frábæra stuðning sem KA liðið fékk í leiknum. Við tökum klárlega næsta leik!


Smelltu á myndina til að skoða myndir Þóris Tryggva frá leiknum


Smelltu á myndina til að skoða myndir Egils Bjarna frá leiknum


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is