Fréttir

Myndir frá háspennu jafntefli KA og Gróttu

KA tók á móti Gróttu í KA-Heimilinu í gær í 3. umferð Olís deildar karla í handbolta. Leikir beggja liða í upphafi tímabilsins hafa verið gríðarlega jafnir og spennandi og það varð heldur betur raunin í gær. Liðin skiptust á að leiða og fengu þeir sem voru svo heppnir að ná miða á leikinn svo sannarlega eitthvað fyrir peninginn

Uppselt á leik kvöldsins!

Miðasala á leik KA og Gróttu í Olís deild karla í handboltanum hófst klukkan 12:00 í dag og lauk átján mínútum síðar. Vegna Covid reglna getum við aðeins fengið 101 áhorfanda í KA-Heimilið og ljóst að mun færri komast að en vildu

KA/Þór sækir FH heim kl. 18:00

Baráttan heldur áfram í Olís deild kvenna í dag þegar KA/Þór sækir FH heim í Kaplakrika klukkan 18:00. Stelpurnar töpuðu síðasta leik og eru staðráðnar í að koma sér beint aftur á beinu brautina með sigri gegn baráttuglöðu liði FH

KA - Grótta á morgun! 101 miði í boði

KA tekur á móti Gróttu í spennuleik í KA-Heimilinu á morgun, laugardag, klukkan 17:00 í 3. umferð Olís deildar karla. Strákarnir hafa byrjað veturinn vel og eru með þrjú stig af fjórum mögulegum og ætla sér að sækja önnur tvö með ykkar stuðning

Myndaveisla frá leik KA/Þórs og Stjörnunnar

KA/Þór tók á móti Stjörnunni í fyrsta heimaleik liðsins í Olís deild kvenna í KA-Heimilinu í gær. Eftir flottan fyrri hálfleik þar sem KA/Þór leiddi 13-11 datt spilamennskan niður í þeim síðari og gestirnir gengu á lagið

Engir áhorfendur á KA/Þór - Stjarnan

KA/Þór tekur á móti Stjörnunni í fyrsta heimaleik liðsins í Olís deild kvenna í handboltanum á morgun, laugardag. Liðunum er spáð álíku gengi í vetur og má búast við miklum baráttuleik í KA-Heimilinu klukkan 14:30

KA sækir Selfoss heim kl. 19:30

Baráttan heldur áfram í Olís deild karla í handboltanum í kvöld þegar KA sækir Selfyssinga heim klukkan 19:30. Bæði lið unnu góða sigra í fyrstu umferðinni og spennandi leikur framundan í Hleðsluhöllinni

Þór og KA drógust saman í bikarnum

Dregið var í 32-liða úrslit Coca-Cola bikars karla í handbolta í morgun og má með sanni segja að KA liðið hafi fengið stórleik. Niðurstaðan er útileikur gegn nágrönnum okkar í Þór og verður leikið þriðjudaginn 6. október, við fáum því þrjá nágrannaslagi í vetur gott fólk

Handboltaleikjaskóli á sunnudögum í vetur

Handknattleikdeild KA ætlar að bjóða krökkum fædd árin 2015-2016 upp á bráðskemmtilegan handbolta- og leikjaskóla á sunnudögum klukkan 10:00-10:45 í íþróttahúsi Naustaskóla í vetur

Höldur og Handknattleiksdeild framlengja um 2 ár

Bílaleiga Akureyrar Höldur og Handknattleiksdeild KA framlengdu á dögunum samning sinn um tvö ár. Þá var einnig framlengdur styrktarsamningur Hölds og KA/Þórs og og heldur því farsælt samstarf handboltans með Höldi næstu árin