Fréttir

Myndaveislur frá sigri KA á Fram

KA hóf tímabilið í Olís deildinni af krafti með 23-21 sigri á Fram í KA-Heimilinu í gærkvöldi. Strákarnir sýndu mikinn karakter og sigldu heim krefjandi sigri en fyrir veturinn er liðunum spáð svipuðu gengi og ljóst að sigurinn getur reynst mikilvægur þegar upp er staðið

Stelpurnar hefja leik í Vestmannaeyjum

Eftir góðan sigur strákanna í gær er komið að stelpunum að standa vaktina í handboltanum þegar KA/Þór sækir sterkt lið ÍBV heim klukkan 16:30 í dag. Eyjakonur eru með gríðarlega vel mannað lið og er spáð 2. sæti deildarinnar af flestum spámönnum og ljóst að verkefni dagsins verður krefjandi

Fyrsti heimaleikur í kvöld! Miðasala hefst 16:00

Handboltinn hefst í kvöld þegar karlalið KA tekur á móti Fram klukkan 19:30 í KA-Heimilinu. Þetta verður fyrsti keppnisleikur liðsins í hálft ár og ljóst að eftirvæntingin er mikil og ætla strákarnir sér að byrja veturinn af krafti og sækja tvö stig með ykkar stuðning

Handboltaveislan hefst á föstudaginn!

KA tekur á móti Fram í fyrsta leik vetrarins í Olís deild karla í KA-Heimilinu á föstudaginn klukkan 19:30. Strákarnir eru heldur betur klárir í slaginn og ætla sér að byrja veturinn með trompi með ykkar stuðning

Sólveig Lára framlengir við KA/Þór

Sólveig Lára Kristjánsdóttir skrifaði í dag undir nýjan eins árs samning við KA/Þór og tekur því slaginn með liðinu í vetur. Sólveig Lára gekk til liðs við KA/Þór veturinn 2018-2019 og átti frábært tímabil sem skilaði henni meðal annars í æfingahóp A-landsliðsins

Opna Norðlenska hefst í kvöld!

Það styttist óðum í að Olísdeildarveislan hefjist í handboltanum og til að koma okkar liðum í gírinn fer fram Opna Norðlenska mótið hér á Akureyri þessa dagana. Í karlaflokki leika KA, ÍR og Þór en kvennamegin leika KA/Þór, FH og Stjarnan

Æfingatafla handboltans veturinn 2020-2021

Hasarinn í handboltanum er að fara á fullt og hefjast æfingar samkvæmt vetrartöflu mánudaginn 24. ágúst. Gríðarlegur kraftur hefur verið í starfi deildarinnar undanfarin ár og hefur KA heldur betur stimplað sig aftur inn sem eitt af bestu handboltafélögum landsins

Rakel, Helga og Hildur léku í Færeyjum

Rakel Sara Elvarsdóttir, Helga María Viðarsdóttir og Hildur Lilja Jónsdóttir voru í eldlínunni í Færeyjum um helgina þar sem U16 og U18 ára landslið Íslands í handbolta léku æfingaleiki við Færeysku jafnaldra sína. Bæði lið léku tvívegis og en leikið var á laugardegi og sunnudegi

Strandhandbolta og blakmótum aflýst

Strandhandboltamótum og strandblaksmótum sem áttu að fara fram um helgina hefur verið aflýst vegna Covid-19 veirunnar. KA mun að sjálfsögðu fara áfram eftir tilmælum stjórnvalda og biðlum til ykkar allra að fara að öllu með gát. Kapp er best með forsjá, áfram KA

Handboltaæfingar fara aftur af stað

Handboltavertíðin fer að hefjast á ný eftir smá sumarfrí og munu yngriflokkar KA og KA/Þórs hefja æfingar þriðjudaginn 4. ágúst næstkomandi. Athugið að eftirfarandi tafla gildir út næstu viku og verða örlitlar breytingar á æfingatímum milli vikna hjá sumum flokkum fram að skólabyrjun