Fréttir

Strandhandboltamót KA um versló!

Handknattleiksdeild KA í samvinnu við Icelandic Summer Games verður með strandhandboltamót í Kjarnaskógi um verslunarmannahelgina. Mótið hefur slegið í gegn síðustu tvö ár og er stefnan sett á enn stærra og flottara mót í ár

Sumarmót KA í handbolta um helgina

KA og KA/Þór standa fyrir stórskemmtilegu handboltamóti á Akureyri um helgina fyrir 4. flokk karla og kvenna. Árlega fer iðulega mikill fjöldi ungra handboltamanna til Svíþjóðar á sumarmótið Partille Cup en það er því miður ekki í boði í sumar og brá handknattleiksdeildin því á það ráð að halda álíka sumarmót hér á Akureyri

Rakel Sara og Ásdís í B-landsliðinu

Rakel Sara Elvarsdóttir og Ásdís Guðmundsdóttir standa nú í ströngu með B-landsliði Íslands í handbolta. Arnar Pétursson landsliðsþjálfari valdi 21 leikmann í B-landsliðið til æfinga þessa dagana og fá leikmenn þar frábært tækifæri á að sýna sig og sanna fyrir Arnari

KA vann sumarmót HSÍ í 5. flokki yngri

Strákarnir á yngra ári 5. flokks gerðu sér lítið fyrir og unnu efstu deild á sumarmóti HSÍ um helgina. Handknattleikssambandið hefur verið að halda sumarmót í júní fyrir yngriflokkana þar sem að þurfti að aflýsa tveimur síðustu mótunum á Íslandsmótinu vegna Covid-19

Hildur Lilja og Telma Ósk valdar í U-16

Hildur Lilja Jónsdóttir og Telma Ósk Þórhallsdóttir hafa verið valdar í U-16 ára landslið Íslands í handbolta sem mun æfa næstu tvær helgar. Stelpurnar höfðu áður verið valdar á úrtaksæfingar og eru nú komnar í aðalhópinn eftir niðurskurð á úrtakshópnum

Rakel Sara og Helga María valdar í U-18

Rakel Sara Elvarsdóttir og Helga María Viðarsdóttir voru í dag valdar í U-18 ára landslið Íslands í handbolta sem mun æfa næstu tvær helgar. Stelpurnar hafa verið fastamenn í hópnum undanfarin ár en þetta landslið er gríðarlega öflugt og hefur gert mjög flotta hluti

Rut Jónsdóttir valin í A-landsliðið

Í dag tilkynnti Arnar Pétursson þjálfari kvennalandsliðs Íslands í handbolta 22 manna æfingahóp sem hefur undirbúning fyrir forkeppni HM. Landsliðið átti að spila gegn Tyrklandi í mars en þeim leikjum var frestað vegna Covid-19 ástandsins og næsta verkefni er því forkeppni HM

8 frá KA og KA/Þór í handboltaskóla HSÍ

Handboltaskóli HSÍ fyrir efnilega handboltakrakka fædd árið 2007 fór fram um síðustu helgi. Alls voru fjórir strákar úr KA valdir og fjórar stelpur úr KA/Þór og fór því ansi mikið fyrir okkar fulltrúum á svæðinu. Handboltaskólinn er undanfari hæfileikamótunar HSÍ og er frábær undirbúningur fyrir yngri landslið Íslands

Sex KA strákar á æfingar hjá U16 landsliðinu

KA á alls sex fulltrúa í æfingahópum U16 ára landsliðs Íslands í handbolta. Valdir voru tveir hópar sem munu æfa helgina 12.-14. júní næstkomandi. Hópunum er skipt upp eftir fæðingarári (2004 og 2005) en þjálfarar landsliðsins eru þeir Halldór Jóhann Sigfússon og Kári Garðarsson en báðir eru þeir uppaldir KA-menn

6. flokkur kvenna hélt skemmtilegt lokahóf

Stelpurnar í 6. flokki kvenna lokuðu skemmtilegum handboltavetri með lokahófi í Kjarnaskógi á föstudaginn. Arna Valgerður Erlingsdóttir þjálfari stóð fyrir flottri dagskrá til að kóróna veturinn enda ýmislegt sem hægt er að bralla í skóginum