Flýtilyklar
Fréttir
02.02.2023
Frítt á fyrsta heimaleik ársins!
Olísdeild karla í handboltanum fer loksins aftur af stað með alvöru landsbyggðarslag í KA-Heimilinu á laugardaginn þegar strákarnir okkar taka á móti Herði í fyrsta leiknum í tæpa tvo mánuði og við ætlum okkur mikilvægan sigur með ykkar stuðning
Lesa meira
27.01.2023
KA/Þór tekur á móti toppliði Vals
KA/Þór tekur á móti toppliði Vals í Olísdeild kvenna í handboltanum á morgun, laugardag, klukkan 15:00. Stelpurnar hafa verið á miklu skriði að undanförnu og eru staðráðnar í að leggja sterkt lið Vals að velli en þurfa á þínum stuðning að halda
Lesa meira
24.01.2023
Nökkvi er íþróttakarl Akureyrar 2022!
Nökkvi Þeyr Þórisson var í kvöld kjörinn íþróttakarl Akureyrar fyrir árið 2022 og er þetta annað árið í röð sem að íþróttakarl ársins kemur úr röðum knattspyrnudeildar KA en Brynjar Ingi Bjarnason varð efstur í kjörinu fyrir árið 2021
Lesa meira
24.01.2023
Íþróttafólk Akureyrar valið í dag
Kjör íþróttafólks Akureyrar fyrir árið 2022 fer fram í Hofi í dag klukkan 17:30 en húsið opnar klukkan 17:00 og er athöfnin opin öllum sem áhuga hafa. ÍBA stendur fyrir kjörinu og eigum við í KA fjölmarga tilnefnda í ár
Lesa meira
13.01.2023
Fyrsti heimaleikur ársins er á morgun
Fyrsti heimaleikur ársins er á morgun, laugardag, gott fólk þegar KA/Þór tekur á móti HK í gríðarlega mikilvægum leik í Olísdeild kvenna klukkan 15:00. Stelpurnar unnu frábæran sigur í fyrsta leik ársins og ætla að fylgja því eftir með heimasigri
Lesa meira
09.01.2023
Böggubikarinn, þjálfari og lið ársins
Á 95 ára afmælisfögnuði KA um helgina var Böggubikarinn afhentur í níunda sinn auk þess sem þjálfari ársins og lið ársins voru valin í þriðja skiptið. Það er mikil gróska í starfi allra deilda KA um þessar mundir og voru sex iðkendur tilnefndir til Böggubikarsins, átta til þjálfara ársins og sex lið tilnefnd sem lið ársins
Lesa meira
08.01.2023
KA 95 ára í dag - afmælismyndband
Knattspyrnufélag Akureyrar fagnar í dag 95 ára afmæli sínu. Í tilefni dagsins rifjum við upp helstu atvik síðustu fimm ára í sögu félagsins en Ágúst Stefánsson tók myndbandið saman. Góða skemmtun og til hamingju með daginn kæra KA-fólk
Lesa meira
08.01.2023
Jóna og Nökkvi íþróttafólk KA 2022
KA fagnaði 95 ára afmæli sínu við veglega athöfn í Menningarhúsinu Hofi í gær. KA fólk fjölmennti á afmælisfögnuðinn en tæplega 300 manns mættu og þurfti því að opna salinn í Hofi upp á gátt til að bregðast við fjöldanum
Lesa meira
03.01.2023
Ida Hoberg til liðs við KA/Þór
KA/Þór fékk góðan liðsstyrk í dag fyrir síðari hluta keppnistímabilsins er Ida Hoberg skrifaði undir hjá liðinu. Ida kemur frá liði Randers HK í Danmörku þar sem hún hefur leikið undanfarin þrjú ár en þar áður var hún í Viborg HK en hún kemur uppúr yngriflokkastarfi Viborg
Lesa meira
31.12.2022
Tilnefningar til íþróttakarls KA 2022
Sex karlar eru tilnefndir til íþróttakarls KA fyrir árið 2022. Þetta er í þriðja skiptið sem verðlaunin eru afhent hvoru kyni og hefur ríkt mikil ánægja með þá breytingu. Deildir félagsins tilnefndu aðila úr sínum röðum og verður valið kunngjört á 95 ára afmæli félagsins þann 7. janúar næstkomandi
Lesa meira