Fréttir

Tilnefningar til íþróttakonu KA 2022

Sex konur eru tilnefndar til íþróttakonu KA fyrir árið 2022. Þetta er í þriðja skiptið sem verðlaunin eru afhent hvoru kyni og hefur ríkt mikil ánægja með þá breytingu. Deildir félagsins tilnefndu aðila úr sínum röðum og verður valið kunngjört á 95 ára afmæli félagsins þann 7. janúar næstkomandi
Lesa meira

Tilnefningar til þjálfara ársins 2022

Alls eru sjö þjálfarar eða þjálfarapör tilnefnd til þjálfara ársins hjá KA fyrir árið 2022. Þetta verður í þriðja skiptið sem verðlaun fyrir þjálfara ársins verða veitt innan félagsins og verða verðlaunin tilkynnt á 95 ára afmæli félagsins í byrjun janúar
Lesa meira

Tilnefningar til liðs ársins hjá KA 2022

Sex lið hjá KA eru tilnefnd til liðs ársins hjá félaginu árið 2022 en þetta verður í þriðja skiptið sem verðlaun fyrir lið ársins verða veitt. Verðlaunin verða tilkynnt á 95 ára afmæli félagsins í byrjun nýs árs og spennandi að sjá hvaða lið hreppir þetta mikla sæmdarheiti
Lesa meira

Tilnefningar til Böggubikarsins 2022

Böggubikarinn verður afhendur í níunda skiptið á 95 ára afmæli KA í janúar en alls eru sex ungir og öflugir iðkendur tilnefndir fyrir árið 2022 frá deildum félagsins
Lesa meira

Handboltaleikjaskólinn hefst aftur 15. jan

Handboltaleikjaskóli KA hefst aftur sunnudaginn 15. janúar eftir gott jólafrí. Skólinn hefur heldur betur slegið í gegn undanfarin ár og hafa viðtökurnar hafa verið frábærar þar sem bæði stelpur og strákar fá að kynnast handbolta á skemmtilegan hátt
Lesa meira

Skarpi og U19 með silfur á Sparkassen Cup

Skarphéðinn Ívar Einarsson og liðsfélagar hans í U19 ára landsliði Íslands í handbolta léku til úrslita á Sparkassen Cup í Þýskalandi sem lauk í dag. Íslenska liðið gerði sér lítið fyrir og vann fyrstu fjóra leiki sína sem tryggði liðinu sæti í úrslitaleiknum gegn heimamönnum í Þýskalandi
Lesa meira

23 fulltrúar KA og KA/Þórs í unglingalandsliðunum

Þeir Bruno Bernat, Gauti Gunnarsson og Hilmar Bjarki Gíslason eru allir í U21 árs landsliði karla í handbolta sem kemur saman til æfinga dagana 2.-6. janúar næstkomandi. En þeir Einar Andri Einarsson og Róbert Gunnarsson stýra liðinu
Lesa meira

KA áfram í 8-liða úrslit bikarsins

KA er komið áfram í 8-liða úrslit bikarkeppni HSÍ en strákarnir áttu að mæta liði Víði í Garði í KA-Heimilinu í dag. Lið Víðis hefur hinsvegar dregið sig úr leik og fer KA því sjálfkrafa áfram í næstu umferð
Lesa meira

Dregið í jólahappdrætti KA og KA/Þórs

Dregið hefur verið í jólahappdrætti KA og KA/Þórs og kunnum við öllum þeim sem styrktu handboltaliðin okkar með miðakaupum kærlega fyrir stuðninginn en allur ágóði af happdrættinu rennur í rekstur karla- og kvennaliða okkar í handboltanum
Lesa meira

Handboltatvíhöfði á laugardaginn!

Það er heldur betur handboltaveisla framundan í KA-Heimilinu á laugardaginn þegar bæði KA og KA/Þór eiga heimaleik. Stelpurnar ríða á vaðið gegn Stjörnunni klukkan 14:00 og strákarnir taka á móti Haukum klukkan 16:00
Lesa meira

Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is