Fréttir

Tryggir KA sér sæti í úrslitum í kvöld?

Deildar- og Bikarmeistarar KA mæta í kvöld Aftureldingu í fjórða leik liðanna í undanúrslitum Íslandsmótsins í blaki. Leikurinn fer fram í Mosfellsbæ en KA leiðir einvígið 2-1 og tryggir sig áfram í úrslitin með sigri í kvöld

8 blakstelpur frá KA stóðu í ströngu um páskana

KA átti alls 8 fulltrúa í ferð B-landsliðs Íslands og U-16 ára landsliðs Íslands í blaki sem fóru til Porto San Giorgio í Ítalíu í æfinga- og keppnisferð yfir páskana

8 stúlkur frá KA til Ítalíu um páskana

8 KA stúlkur héldu utan í morgun til Porto San Giorgio í Ítalíu í æfinga- og keppnisferð. KA á 6 fulltrúa í U-16 ára landsliðinu sem tekur þátt í Easter Volley mótinu og svo á KA 2 fulltrúa í B-landsliði Íslands sem tekur þátt í Pasqua Challenge

Stjarnan sló KA úr leik eftir oddahrinu

Kvennalið KA tók á móti Stjörnunni í úrslitakeppni Mizunodeildarinnar í blaki. Stjarnan hafði unnið fyrri leik liðanna og þurfti því KA liðið sigur til að knýja fram oddaleik í einvíginu

KA tekur á móti Stjörnunni í kvöld

Kvennalið KA í blaki tekur á móti Stjörnunni í öðrum leik liðanna í úrslitakeppni Mizunodeildarinnar. Stjarnan vann fyrsta leikinn 3-0 og getur með sigri í kvöld klárað einvígið. Það er því ansi mikið undir hjá stelpunum

Lorenzo Ciancio lætur af störfum

Blakdeild KA og Lorenzo Ciancio hafa komist að samkomulagi að Lorenzo láti af störfum sem þjálfari hjá deildinni. Lorenzo mun láta af störfum strax í dag. Lorenzo er þakkað samstarfið og óskað velfarnaðar í sínum næstu störfum. Filip Szewczyk, þjálfari karlaliðs KA, mun stýra stelpunum út leiktíðina.

KA lagði Aftureldingu og leiðir 2-1

Deildar- og Bikarmeistarar KA í blaki unnu í kvöld góðan 3-1 sigur á Aftureldingu í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Mizunodeildarinnar. KA hefur þar með unnið báða heimaleiki sína og leiðir 2-1 en þrjá sigra þarf til að komast áfram í úrslitin

KA lagði Aftureldingu og leiðir 1-0

Í kvöld hófst einvígi KA og Aftureldingar í undanúrslitum úrslitakeppni Mizunodeildarinnar í blaki. KA hampaði Deildarmeistaratitlinum í vetur og hefur því heimaleikjarétt í einvíginu

KA sló Þrótt úr leik með frábærum sigri

Kvennalið KA í blaki lék í kvöld annan leik sinn gegn Þrótti Reykjavík í úrslitakeppni Mizunodeildar kvenna. KA vann fyrri leik liðanna í Laugardalshöll 1-3 og gat með sigri í kvöld klárað einvígið

Tvíhöfði í blakinu í kvöld

Karla- og kvennalið KA eiga bæði leiki í úrslitakeppni Blaksambands Íslands fimmtudaginn 15. mars. Konurnar mæta Þrótti Reykjavík klukkan 18 og með sigri tryggja þær sig inn í næstu umferð! Karlarnir mæta svo Aftureldingu í undanúrslitum Íslandsmótsins klukkan 20!