17.04.2018
KA tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í blaki með 3-0 sigri á HK í KA-Heimilinu í kvöld og vann þar með úrslitaeinvígið 3-0. Frábær stemning var í KA-Heimilinu og voru pallarnir þéttsetnir, líklega áhorfendamet á blakleik á Íslandi. Þórir Tryggvason ljósmyndari var með myndavélina á lofti og fangaði stemninguna eins og honum einum er lagið
17.04.2018
KA tókst hið ótrúlega og hampaði í kvöld Íslandsmeistaratitlinum í blaki og vann liðið þar með allar þrjár keppnirnar í vetur. KA er því Deildar-, Bikar- og Íslandsmeistari, geri aðrir betur!
16.04.2018
Blaklið KA er komið í vænlega stöðu í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn en KA liðið leiðir 2-0 gegn HK. KA liðið hefur nú þegar hampað Deildar- og Bikarmeistaratitlinum og stefna strákarnir ótrauðir á þrennuna
12.04.2018
Deildar- og Bikarmeistarar KA eru komnir í góða stöðu í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn eftir 3-1 sigur á HK í kvöld. KA vann leikinn 1-3 og leiðir því einvígið 2-0, næsti leikur verður í KA-Heimilinu á þriðjudaginn og getur með sigri tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn
12.04.2018
Einvígi KA og HK um Íslandsmeistaratitilinn í blaki heldur áfram í kvöld þegar liðin mætast í Fagralundi í Kópavogi klukkan 20:00. KA vann fyrsta leikinn í KA-Heimilinu á þriðjudaginn og leiðir því einvígið 1-0. Sigra þarf þrjá leiki til að hampa Íslandsmeistaratitlinum
10.04.2018
KA og HK mættust í kvöld í fyrsta leik liðanna í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í blaki. Liðin eru án nokkurs vafa bestu liðin í dag en þau mættust einnig í bikarúrslitunum og voru í efstu sætunum í deildarkeppninni, það mátti því búast við hörkuleik í KA-Heimilinu
10.04.2018
Einvígið um Íslandsmeistaratitilinn í blaki hefst í kvöld þegar Deildar- og Bikarmeistarar KA taka á móti ríkjandi Íslandsmeisturum HK. Þetta eru án vafa bestu lið landsins og verður hart barist. Ekki missa af frábæru blaki í KA-Heimilinu klukkan 20:00, áfram KA
09.04.2018
Aðalfundur Blakdeildar KA verður haldinn í KA-Heimilinu mánudaginn 16. apríl næstkomandi klukkan 18:00 Við hvetjum að sjálfsögðu alla sem hafa áhuga til að mæta.
05.04.2018
Íslenska landsliðið í blaki tekur þátt í undankeppni EM 2019 og er búið að velja 31 manns æfingahóp fyrir undankeppnina. KA á alls 5 leikmenn í hópnum sem er auðvitað algjörlega frábært. Þetta eru þeir Ævarr Freyr Birgisson, Alexander Arnar Þórisson, Benedikt Rúnar Valtýsson, Sigþór Helgason og Gunnar Pálmi Hannesson
04.04.2018
Draumurinn um þrennuna lifir góðu lífi í blakinu eftir 0-3 sigur á Aftureldingu í fjórða leik liðanna í undanúrslitum á Íslandsmótinu í blaki. KA vann þar með einvígið 3-1 og mætir HK í úrslitunum