Lorenzo Ciancio lætur af störfum

Blakdeild KA og Lorenzo Ciancio hafa komist að samkomulagi að Lorenzo láti af störfum sem þjálfari hjá deildinni. Lorenzo mun láta af störfum strax í dag.

Lorenzo er þakkað samstarfið og óskað velfarnaðar í sínum næstu störfum.

Filip Szewczyk, þjálfari karlaliðs KA, mun stýra stelpunum út leiktíðina.