KA átti alls 8 fulltrúa í ferð B-landsliðs Íslands og U-16 ára landsliðs Íslands í blaki sem fóru til Porto San Giorgio í Ítalíu í æfinga- og keppnisferð yfir páskana.
Eyrún Tanja Karlsdóttir og Arnrún Eik Guðmundsdóttir léku með B-landsliði Íslands á Pasqua Challenge mótinu. Þarna fengu leikmenn sem hafa verið að banka á dyrnum hjá A-landsliðinu tækifæri á að sanna sig.
Í fyrsta leik mætti liðið liði Skota og tapaðist sá leikur 1-3 (19-25, 21-25, 25-20, 18-25). Í næsta leik mætti liðið ítalska félagsliðinu Pagliare Volley og fóru þær ítölsku með 0-3 sigur af hólmi (19-25, 10-25, 21-25). Í lokaleik mótsins var keppt gegn Liechtenstein og vannst sá leikur 3-1 (25-23, 26-24, 23-25, 29-27).
U-16 ára landsliðið lék á Easter Volley mótinu og voru 6 KA stúlkur í hópnum og voru það þær Andrea Þorvaldsdóttir, Bríet Ýr Gunnarsdóttir, Emelía Steindórsdóttir, Jóna Margrét Arnarsdóttir, Ninna Rún Vésteinsdóttir og Sóley Karlsdóttir. Alls voru 26 stúlkur valdar í hópinn og var þeim skipt upp í tvö lið.
Því miður féllu úrslitin ekki alveg með okkar liðum þrátt fyrir ágæt tilþrif og töpuðu bæði lið öllum sínum leikjum í riðlakeppninni og fóru því í keppni um sæti 25-40 á mótinu. Þar unnu bæði lið einn leik og töpuðu einum og enda því í 33-36 sæti.