Karla- og kvennalið KA eiga bæði leiki í úrslitakeppni Blaksambands Íslands fimmtudaginn 15. mars. Konurnar mæta Þrótti Reykjavík klukkan 18 og með sigri tryggja þær sig inn í næstu umferð!
Karlarnir mæta svo Aftureldingu í undanúrslitum Íslandsmótsins klukkan 20!
Báðir leikirnir fara fram í KA-heimilinu!
Allir á völlinn!