Einvígið um Íslandsmeistaratitilinn í blaki hefst í kvöld þegar Deildar- og Bikarmeistarar KA taka á móti ríkjandi Íslandsmeisturum HK. Þetta eru án vafa bestu lið landsins og verður hart barist. Ekki missa af frábæru blaki í KA-Heimilinu klukkan 20:00, áfram KA!
Liðin mættust í úrslitaleik Bikarkeppninnar og vann KA þar 3-1 sigur eftir hörkuleik. Þá mættust liðin fjórum sinnum í Mizunodeildinni HK vann fyrsta leikinn í Kópavogi 3-2 en KA svarði með 1-3 sigri daginn eftir. Í lokaumferðunum vann KA svo tvo 3-0 sigra í KA-Heimilinu.