Fréttir

Deildartitillinn í augsýn eftir 3-0 sigur

KA tók aftur á móti HK í toppslag Mizunodeildar karla í dag en liðið hafði deginum áður unnið 3-2 sigur í svakalegum leik liðanna. Gestirnir urðu að vinna leikinn og það með þriggja stiga sigri til að hanga í KA í toppbaráttu deildarinnar og úr varð hörkuleikur tveggja bestu blakliða landsins

KA vann uppgjör toppliðanna 3-0!

Það var annar risaslagur í blakinu í dag þegar KA tók á móti HK í Mizunodeild kvenna. Rétt eins og hjá körlunum var um uppgjör toppliðanna tveggja að ræða en í þetta skiptið var það KA liðið sem var undir meiri pressu að sækja sigurinn. KA var á toppi deildarinnar með stigi meira en HK en hafði leikið einum leik meira

Frábær KA sigur í oddahrinu

KA tók á móti HK í uppgjöri toppliðanna í Mizunodeild karla í blaki í KA-Heimilinu í dag. Það var ljóst að með sigri gæti KA liðið komið sér í kjörstöðu í baráttunni um Deildarmeistaratitilinn en á sama tíma var leikurinn gríðarlega mikilvægur fyrir lið gestanna enda mikilvægt að saxa á forskot KA liðsins á toppnum

Stórleikir í blakinu á morgun, KA-HK

Þeir gerast vart stærri blakleikirnir sem fara fram í KA-Heimilinu á morgun, laugardag en þá taka bæði karla- og kvennalið KA á móti HK. Bæði lið KA eru á toppi Mizunodeildanna en HK veitir þeim ansi harða keppni og ljóst að þetta eru lykilleikir í baráttunni um Deildarmeistaratitilinn

KA vann frábæran sigur á Húsavík

Það var sannkallaður nágrannaslagur í kvöld er Völsungur tók á móti KA í Mizunodeild kvenna í blaki. Fyrir leikinn var KA í 2. sæti deildarinnar en lið Völsungs hefur verið á miklu skriði undanfarið og sat í 3. sætinu, leikurinn var því ansi mikilvægur í toppbaráttunni og ljóst að bæði lið ætluðu sér sigurinn

Æfing 3.-4. flokks færð í Naustaskóla

Æfing dagsins hjá 3. og 4. flokki karla og kvenna í blaki verður í Naustaskóla klukkan 18:00 en ekki í KA-Heimilinu eins og venjulega. Endilega komið skilaboðunum áleiðis til þeirra er málið varðar

Blaklandsliðin luku leik í forkeppni EM í kvöld

Karla- og kvennalandslið Íslands í blaki luku í kvöld leik í undankeppni EM. Liðin hafa undanfarnar vikur undirbúið sig fyrir lokaleikina í undankeppninni sem spilaðir voru í vikunni. Hjá körlunum átti KA tvo fulltrúa en það voru þeir Alexander Arnar Þórisson og Sigþór Helgason en hjá konunum var Gígja Guðnadóttir fulltrúi KA

KA könnurnar eru mættar

Blakdeild KA stóð fyrir hóppöntun á glæsilegum KA kaffikönnum nú á dögunum og eru þær mættar í KA-Heimilið. Þeir sem pöntuðu könnur geta nálgast þær til klukkan 18:00 í dag og á milli 9:00 og 15:00 á morgun, laugardag. Við hvetjum ykkur eindregið til að sækja þær sem fyrst svo hægt verði að drekka jólakaffið eða kakóið úr könnunum góðu

3 leikmenn KA í A-landsliðum blaksins

Bæði karla- og kvennalandslið Íslands í blaki hefja undirbúning sinn fyrir lokaleikina í undankeppni EM 2019 milli jóla og nýárs. KA á tvo fulltrúa í karlalandsliðinu og einn í kvennalandsliðinu en þetta eru þau Alexander Arnar Þórisson, Sigþór Helgason og Gígja Guðnadóttir

Síðasti séns til að panta KA könnu

Blakdeild KA er með glæsilegar KA könnur til sölu sem er nokkuð sem allir KA menn ættu að eiga. Þá eru könnurnar tilvalin jólagjöf og því um að gera að hafa hraðar hendur því lokað verður fyrir pantanir þann 10. desember næstkomandi