5 fulltrúar KA í blaklandsliðinu

Ævarr Freyr hefur verið lykilmaður í landsliðinu
Ævarr Freyr hefur verið lykilmaður í landsliðinu

Íslenska landsliðið í blaki tekur þátt í undankeppni EM 2019 og er búið að velja 31 manns æfingahóp fyrir undankeppnina. KA á alls 5 leikmenn í hópnum sem er auðvitað algjörlega frábært. Þetta eru þeir Ævarr Freyr Birgisson, Alexander Arnar Þórisson, Benedikt Rúnar Valtýsson, Sigþór Helgason og Gunnar Pálmi Hannesson.

Leikið er í fjögurra liða riðlum í undankeppninni og fer hún fram í ágúst og janúar. Við óskum okkar fulltrúum til hamingju með valið og góðs gengis þegar á hólminn er komið.