03.09.2021
5. flokkur kvenna leikur til úrslita á Íslandsmótinu bæði í A og B liðum á Greifavellinum á morgun. Stelpurnar hafa verið frábærar í sumar og ætla sér að kóróna tímabilið með stæl á heimavelli. Það er því um að gera að mæta á völlinn og styðja stelpurnar á stóra sviðinu
28.08.2021
KA tekur á móti ÍA í 19. umferð Pepsi Max deildarinnar á sunnudaginn klukkan 16:00. Það var frábær stemning í stúkunni á miðvikudaginn er KA tók á móti Breiðablik og skiptir miklu máli að við höldum áfram að styðja strákana á lokaspretti sumarsins
27.08.2021
Fótboltasumrinu er að ljúka og birtum við hér vetrartöflu knattspyrnudeildar KA. Æfingataflan tekur gildi þriðjudaginn 31. ágúst næstkomandi í 5.-8. flokki ásamt 4. flokki kvenna. Strákarnir í 2., 3. og 4. flokki æfa samkvæmt plani frá þjálfurum í september
23.08.2021
KA tekur á móti Breiðablik á Greifavellinum á miðvikudaginn klukkan 18:00. Þetta er einhver stærsti leikur sem félagið hefur spilað í langan tíma en með sigri væri KA aðeins þremur stigum frá sjálfu toppsæti deildarinnar þegar fjórar umferðir eru eftir af deildinni
16.08.2021
KA tók á móti Stjörnunni í Pepsi Max deildinni á Greifavellinum í gær en mikið var undir hjá báðum liðum. KA sem hefur átt frábært sumar er í hörkubaráttu við topp deildarinnar en gestirnir hafa sogast niður í botnbaráttuna og úr varð mikill baráttuleikur
13.08.2021
Rodrigo Gomes Mateo skrifaði í dag undir nýjan samning við Knattspyrnudeild KA og er nú samningsbundinn út sumarið 2023. Þetta eru frábærar fréttir enda hefur þessi öflugi varnarsinnaði miðjumaður komið frábærlega inn í liðið en hann er nú á sínu öðru tímabili með KA
11.08.2021
KA sækir Keflvíkinga heim í dag í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins en leikurinn hefst klukkan 17:00. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport fyrir þá sem ekki komast til Keflavíkur
04.08.2021
Hallgrímur Mar Steingrímsson er nú orðinn markahæsti leikmaður í sögu knattspyrnudeildar KA en hann sló metið er hann skoraði tvívegis í 2-1 sigri KA á Keflavík í gær á Greifavellinum. Samtals hefur Grímsi nú skorað 74 mörk fyrir félagið í deild og bikar
02.08.2021
Danski bakvörðurinn Mark Gundelach er genginn til liðs við KA og mun leika með liðinu út núverandi keppnistímabil. Mark sem er 29 ára gamall kemur frá HB Köge í Danmörku en hann hefur einnig leikið með Roskilde, SönderjyskE og Nordsjælland í Danmörku
29.07.2021
Jakob Snær Árnason hefur skrifað undir samning við knattspyrnudeild KA út árið 2024. Jakob sem er 24 ára gamall kantmaður kemur frá Þór þar sem hann spilaði 89 leiki og skoraði í þeim 8 mörk auk þess sem hann lék eitt sumar með KF þar sem hann lék 8 leiki og skoraði 3 mörk