18.10.2022
Við munum gera upp magnað fótboltasumar okkar KA-manna í Sjallanum laugardaginn 29. október næstkomandi þar sem Kalli Örvars verður partýstjóri og þá munu Magni og Evrópubandið halda uppi dúndrandi sveitaballi að dagskrá liðinni
18.10.2022
Ívar Örn Árnason skrifaði í dag undir nýjan tveggja ára samning við knattspyrnudeild KA og er nú samningsbundinn félaginu út árið 2024. Þetta eru gífurlega jákvæðar fréttir enda hefur Ívar verið í algjöru lykilhlutverki í öflugu liði KA sem tryggði sér á dögunum sæti í Evrópu á næstu leiktíð
14.10.2022
Jörundur Áki Sveinsson þjálfari U17 ára landsliðs Íslands í knattspyrnu valdi í dag lokahóp fyrir undankeppni EM 2023. Undankeppnin fer fram í Norður-Makedóníu dagana 22. október til 1. nóvember næstkomandi
12.10.2022
KA mun leika í Evrópukeppni næsta sumar og verður það í þriðja skiptið sem KA keppir í Evrópukeppni í knattspyrnu. Það má vægast sagt segja að það sé mikil eftirvænting innan félagsins fyrir Evrópukeppninni enda verða 20 ár frá síðasta verkefni þegar kemur að Evrópuleikjum næsta árs
12.10.2022
KA náði langþráðu markmiði sínu á dögunum að tryggja sér sæti í Evrópukeppni í knattspyrnu með frábærum árangri í sumar. KA mun því taka þátt í Evrópukeppni í þriðja skiptið í sögunni næsta sumar og má með sanni segja að mikil eftirvænting sé fyrir því verkefni
12.10.2022
KA og Breiðablik mættust á Greifavellinum um helgina í úrslitakeppni Bestu deildarinnar. Leikurinn átti upphaflega að fara fram á sunnudeginum en vegna veðurs var leikurinn færður fram til laugardags
07.10.2022
Stórleikur KA og Breiðabliks í Bestu deildinni hefur verið færður fram til laugardags og fer því fram á morgun klukkan 14:00 á Greifavellinum. Er þetta gert vegna slæmrar veðurspár á sunnudeginum
05.10.2022
Það varð ljóst í kvöld að með mögnuðum árangri sínum í sumar mun KA taka þátt í Evrópukeppni næsta sumar og verður það í þriðja skiptið í sögu félagsins sem KA keppir í Evrópukeppni í knattspyrnu
03.10.2022
KA tók á móti KR-ingum í fyrsta leik úrslitakeppninnar í Bestu deildinni á Greifavellinum í gær en gríðarlega mikið var í húfi fyrir okkar lið enda hörð barátta um sæti í Evrópukeppni og alveg klárt að þangað ætla strákarnir okkar sér
30.09.2022
Það er heldur betur risaleikur á Greifavellinum á sunnudaginn þegar KA tekur á móti KR í fyrsta leiknum í úrslitakeppninni í Bestu deildinni. Búið er að skipta deildinni upp í efri og neðri hluta en KA endaði í 2.-3. sæti deildarinnar fyrir skiptinguna og spennandi barátta framundan