Fréttir

Fyrsti í bestu deildinni hjá Þór/KA

Þór/KA hefur leik í Bestu deildinni í dag er liðið sækir Breiðablik heim á Kópavogsvöll klukkan 17:30. Breiðablik er rétt eins og undanfarin ár með hörkulið og má reikna með krefjandi verkefni en stelpurnar okkar eru að sjálfsögðu klárar í verkefnið og ætla sér stærri hluti en á síðustu leiktíð

Mikilvægur sigur í fyrsta leik (myndir)

KA tók á móti Leiknismönnum í fyrstu umferð Bestu deildarinnar á Dalvíkurvelli í gær. Mikil eftirvænting er fyrir sumrinu enda náði KA liðið frábærum árangri á síðustu leiktíð og var gaman að sjá hve margir lögðu leið sína til Dalvíkur til að styðja strákana

KA fer af stað í Bestu deildinni

KA tekur á móti Leikni R. í Bestu-deild karla í knattspyrnu á morgun, miðvikudag. Leikurinn hefst kl. 18:00 á Dalvíkurvelli

Hádegismatur og kynning á þriðjudaginn

Við ætlum að hita upp fyrir fótboltasumarið með hádegismat í KA-Heimilinu á þriðjudaginn 19. apríl klukkan 12:15. Arnar Grétarsson þjálfari KA mun fara yfir komandi sumar og þá sérstaklega Leiknismenn sem eru fyrstu andstæðingar okkar í sumar

Kynningarkvöld fyrir sumarið á mánudaginn

Knattspyrnudeild KA stendur fyrir kynningarkvöldi á Bryggjunni á mánudaginn klukkan 20:00. KA hefur leik í Bestu deildinni þann 20. apríl og um að gera að koma sér í gírinn

Oleksiy Bykov til KA á láni

Úkraínumaðurinn Oleksiy Bykov er genginn til liðs við KA á lánsamning og leikur því með liðinu í Bestu deildinni sem hefst þann 20. apríl næstkomandi með heimaleik KA gegn Leikni

Ársmiðasalan er hafin fyrir sumarið!

Fótboltasumarið er að hefjast en baráttan í Bestu deildinni hefst 20. apríl með heimaleik KA gegn Leikni. Það er því um að gera að koma sér strax í gírinn og tryggja sér ársmiða en ársmiðasalan er nú hafin og fer öll fram í gegnum miðasöluappið Stubbur að þessu sinni

Haukur Heiðar leggur skóna á hilluna

Haukur Heiðar Hauksson hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna eftir langvarandi meiðsli. Haukur sem er þrítugur að aldri er uppalinn hjá KA og lék sinn fyrsta meistaraflokksleik fyrir félagið þann 12. maí 2008 er KA lék gegn Fjarðabyggð en Haukur kom þá inná sem varamaður fyrir Dean Martin

Fylkir - KA í Lengjubikarnum í dag

KA sækir Fylkismenn heim í Lengjubikarnum í dag en fyrir leikinn eru liðin ásamt FH jöfn í efsta sæti riðilsins með 7 stig af 9 mögulegum. Aðeins efsta liðið fer áfram í undanúrslit keppninnar og því um ansi mikilvægan leik að ræða

12 frá KA og Þór/KA í landsliðsverkefnum

Það er nóg um að vera hjá yngrilandsliðum Íslands í fótboltanum um þessar mundir og eru alls 12 fulltrúar frá KA og Þór/KA í landsliðsverkefnum næstu dagana