Fréttir

Ísfold og Jakobína í lokahóp U19

Þær Ísfold Marý Sigtryggsdóttir og Jakobína Hjörvarsdóttir úr Þór/KA eru báðar í lokahóp U19 ára landsliðs kvenna sem leikur í milliriðli undankeppni EM 2023. Ísland er þar í riðli með Danmörku, Svíþjóð og Úkraínu en leikið er í Danmörku dagana 5.-11. apríl næstkomandi

KA mætir ÍBV í undanúrslitum Lengjubikarsins

KA og ÍBV mætast í undanúrslitum Lengjubikarsins klukkan 16:05 í Akraneshöllinni í dag en bæði lið unnu sinn riðil og fóru því áfram í undanúrslitin. Í hinum leiknum mætast Víkingur og Valur og verður spennandi að sjá hvaða lið fara áfram í sjálfan úrslitaleikinn

Ívar í U17 og Ingimar í U19 landsliðunum

Það eru stórir leikir framundan hjá U17 og U19 ára landsliðum Íslands í fótbolta en bæði lið leika í milliriðlum í undankeppni EM dagana 22.-28. mars næstkomandi og eigum við KA-menn einn fulltrúa í hvoru liði

Metnaðarfullar breytingar hjá fótboltanum

Knattspyrnudeild KA hefur gert metnaðarfullar breytingar á starfi sínu sem feljast í því að fjölga stöðugildum á skrifstofu félagsins þar sem markmiðið er að auka enn á faglegheit í kringum okkar öfluga starfs og bjóða upp á enn betri þjónustu fyrir iðkendur okkar

Gabríel og Ívar semja út 2025

Gabríel Lucas Freitas Meira og Ívar Arnbro Þórhallsson hafa skrifað undir nýja samninga við knattspyrnudeild KA og eru nú samningsbundnir félaginu út sumarið 2025. Þetta eru afar jákvæðar fréttir enda báðir gríðarlega efnilegir og spennandi leikmenn

Þorvaldur Daði framlengir út 2025

Þorvaldur Daði Jónsson hefur skrifað undir nýjan samning við knattspyrnudeild KA og er nú samningsbundinn út sumarið 2025. Þetta eru frábærar fréttir enda Þorvaldur öflugur og spennandi leikmaður sem kemur úr yngriflokkastarfi KA

Aðalfundur knattspyrnudeildar KA

Aðalfundur knattspyrnudeildar verður haldinn í KA-Heimilinu miðvikudaginn 22. febrúar klukkan 18:00

KA - Fylkir kl. 13:30 á KA-TV

ATHUGIÐ BREYTINGU Á LEIKTÍMA! LEIKURINN ER NÚ SETTUR Á KL. 13:30

Kristoffer og Ingimar til liðs við KA

Knattspyrnudeild KA barst í dag ansi góður liðsstyrkur þegar þeir Kristoffer Forgaard Paulsen og Ingimar Torbjörnsson Stöle gengu í raðir félagsins. Báðir koma þeir frá norska liðinu Viking Stavanger en Ingimar skrifaði undir þriggja ára samning við KA en Kristoffer kemur á láni

Kári Gauta framlengir út 2025

Kári Gautason skrifaði undir nýjan samning við knattspyrnudeild KA í dag og er nú samningsbundinn félaginu út árið 2025. Kári sem er uppalinn hjá KA er afar spennandi leikmaður en þrátt fyrir að vera einungis 19 ára gamall hefur hann nú þegar leikið þrjá leiki í efstudeild og bikar fyrir meistaraflokk KA