30.05.2022
Dregið var í 16-liða úrslit Mjólkurbikars karla og 8-liða úrslit Mjólkurbikars kvenna í höfuðstöðvum KSÍ í dag og voru KA og Þór/KA bæði í pottinum eftir góða sigra í síðustu umferð. KA vann 4-1 sigur á Reyni Sandgerði á meðan Þór/KA vann 6-0 sigur á Haukum
27.05.2022
KA tryggði sér sæti í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í gær með sannfærandi 4-1 sigri á Reyni Sandgerði en leikurinn var fyrsti heimaleikur sumarsins sem leikinn var á KA-vellinum. KA verður því í pottinum en alls duttu fimm lið úr Bestu deildinni úr leik í 32-liða úrslitum
25.05.2022
Það er loksins komið að því gott fólk! KA tekur á móti Reyni Sandgerði í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins á morgun, fimmtudag, klukkan 16:00 á KA-vellinum
20.05.2022
KA tekur á móti Stjörnunni á morgun, laugardag, á Dalvíkurvelli klukkan 16:00 í 7. umferð Bestu deildarinnar. KA liðið er í 2. sæti deildarinnar eftir frábæra byrjun á sumrinu en Garðbæingar eru í 4. sætinu og má búast við hörkuleik
15.05.2022
KA gerði sér lítið fyrir og sótti frábæran 0-3 sigur upp á Skipaskaga í 6. umferð Bestu deildar karla í dag og stórkostleg byrjun á fótboltasumrinu heldur því áfram. KA er nú með 16 stig af 18 mögulegum og situr á toppi deildarinnar en Breiðablik á leik til góða þar fyrir aftan
12.05.2022
Hákon Atli Aðalsteinsson skrifaði í gær undir nýjan samning við knattspyrnudeild KA og er nú samningsbundinn félaginu út árið 2024. Þetta eru afar jákvæðar fréttir en Hákon er gríðarlega öflugur og metnaðarfullur strákur sem er að koma uppúr yngriflokkum KA
12.05.2022
KA tók á móti FH á Dalvíkurvelli í 5. umferð Bestu deildarinnar í gær þar sem strákarnir tryggðu sér sigurinn með hálfgerðu flautumarki en Nökkvi Þeyr Þórisson gerði eina mark leiksins úr vítaspyrnu seint í uppbótartíma og gríðarlega sæt og mikilvæg þrjú stig í hús
11.05.2022
KA tekur á móti FH á Dalvíkurvelli klukkan 19:15 í kvöld í 5. umferð Bestu deildar karla í fótboltanum. KA liðið hefur byrjað sumarið gríðarlega vel og eru strákarnir í 2. sæti með 10 stig en aðeins topplið Breiðabliks hefur gert betur í upphafi sumars
04.05.2022
KA og Þór/KA eiga alls sex fulltrúa í U16 ára landsliðshópum karla og kvenna sem taka þátt í UEFA Development Tournament á næstunni. Framundan eru ansi spennandi verkefni og verður gaman að sjá hvernig okkar fulltrúum vegnar á mótunum
01.05.2022
Veislan í Bestu deildinni heldur áfram þegar KA tekur á móti Keflavík á Dalvíkurvelli á morgun, mánudag, klukkan 18:00. KA er með fullt hús stiga eftir fyrstu tvo leikina og eru staðráðnir í að leggja Keflvíkinga að velli