Fréttir

Steinþór Freyr framlengir út 2023

Knattspyrnudeild KA og Steinþór Freyr Þorsteinsson hafa gert eins árs framlengingu á samning sínum og því ljóst að Steinþór leikur með KA á næstu leiktíð. Þetta eru miklar gleðifregnir enda er Steinþór öflugur leikmaður og flottur karakter sem hefur komið sterkur inn í félagið

Pætur Petersen til liðs við KA

Knattspyrnudeild KA samdi í dag við Pætur Petersen en hann er 24 ára gamall landsliðsmaður Færeyja. Pætur gengur til liðs við KA frá færeyska liðinu HB í Þórshöfn og er samningurinn til þriggja ára

KA vann 4-0, fyrsti leikur Jóhanns Mikaels

KA vann þriðja stórsigur sinn í Kjarnafæðismótinu um helgina er strákarnir sóttu Völsung heim. Staðan var að vísu markalaus í hálfleik en fjögur mörk í þeim síðari tryggðu sannfærandi 0-4 sigur KA liðsins sem er því með fullt hús stiga eftir fyrstu þrjá leiki sína í mótinu

Bjarni Mark lék sinn þriðja A-landsleik

Bjarni Mark Antonsson lék í dag sinn þriðja A-landsleik er hann kom inn á í vináttuleik Íslands og Svíþjóðar er fór fram í Portúgal. Ísland leiddi 1-0 í hálfleik en Svíþjóð náði að jafna metin á 85. mínútu og kláraði loks leikinn með flautumarki og gríðarlega svekkjandi 1-2 tap því niðurstaðan

Nökkvi Þeyr lék fyrsta A-landsleikinn

Íslenska landsliðið í knattspyrnu lék í dag vináttuleik við Eistland en leikið var á Estadio Nora í Portúgal og fóru leikar 1-1. Nökkvi Þeyr Þórisson lék sinn fyrsta A-landsleik en KA átti tvo fulltrúa í hópnum en það eru þeir Nökkvi og Bjarni Mark Antonsson

Margrét Árnadóttir til liðs við Parma

Margrét Árnadóttir hefur skrifað undir samning við ítalska félagið Parma Calcio 1913 en liðið leikur í efstu deild á Ítalíu. Samningurinn er til að byrja með til sex mánaða og gildir út núverandi leiktíð en í samningnum er möguleiki á eins árs framlengingu

Sveinn Margeir framlengir út 2025

Sveinn Margeir Hauksson skrifaði í dag undir nýjan samning við knattspyrnudeild KA og er nú samningsbundinn félaginu út árið 2025. Þetta eru stórkostlegar fréttir enda Sveinn Margeir algjör lykilmaður í liði KA sem tryggði sér þátttöku í Evrópukeppni á komandi sumri

Jóhann Mikael skrifar undir fyrsta samninginn

Jóhann Mikael Ingólfsson skrifaði í dag undir sinn fyrsta leikmannasamning hjá knattspyrnudeild KA en samningurinn er til þriggja ára. Jóhann sem er aðeins 15 ára gamall er gríðarlega efnilegur markvörður sem er að koma uppúr yngriflokkastarfi KA

Frábært framtak strákanna til barnadeildar SAk

Leikmenn meistaraflokks KA í knattspyrnu gerðu heldur betur góðverk fyrir jól þegar strákarnir komu færandi hendi á barnadeild Sjúkrahússins á Akureyri. Strákarnir höfðu safnað saman fjórum ísskápum, örbylgjuofn, spjaldtölvu sem og hina ýmsu drykki til að fylla á kælana

Dagbjartur og Valdi með fyrstu mörkin sín

KA mætti Tindastól í öðrum leik liðsins í Kjarnafæðimótinu í Boganum í gær en KA liðið hafði unnið 6-0 sigur á Þór 2 í fyrsta leik sínum og mættu strákarnir af sama krafti í leik gærdagsins