Fréttir

Sannfærandi sigur í fyrsta leik Kjarnafæðismótsins

KA hóf leik á Kjarnafæðismótinu í gær er strákarnir mættu Þór 2 en liðin leika í A-riðli. Efsta liðið fer áfram í úrslitaleik mótsins og því mikilvægt að byrja mótið vel og það gerðu strákarnir okkar svo sannarlega

Kjarnafæðismótið hefst í dag, KA - Þór 2

Fótboltinn fer aftur að rúlla þegar Kjarnafæðismótið hefst í kvöld með nágrannaslag þegar KA og Þór 2 mætast klukkan 19:00 í Boganum. KA er ríkjandi meistari á mótinu og verður áhugavert að sjá hvernig strákarnir mæta til leiks í fyrsta æfingaleiknum

Jólafótbolti 21. og 22. des - skráning hafin!

Meistaraflokkur karla í knattspyrnu stendur fyrir skemmtilegum jólabolta dagana 21. og 22. desember næstkomandi fyrir hressa stráka og stelpur í 4., 5. og 6. flokk. Ýmsar skemmtilegar æfingar verða í boði ásamt leikjum og keppnum sem ættu að koma öllum í rétta gírinn fyrir jólin

Hólmar Örn ráðinn í þjálfarateymi KA

Hólmar Örn Rúnarsson kemur inn í þjálfarateymi meistaraflokks KA í knattspyrnu sem og 2. flokss karla en hann skrifaði undir tveggja ára samning við félagið í dag og er því samningsbundinn félaginu út sumarið 2024

Mikael Breki semur út 2026

Mikael Breki Þórðarson skrifaði í dag undir nýjan fjögurra ára samning við knattspyrnudeild KA og er nú samningsbundinn út sumarið 2026. Þetta eru frábærar fréttir enda Mikki gríðarlega efnilegur og öflugur leikmaður

Aron, Jóhann og Mikael í æfingahóp U16

U16 ára landslið karla í fótbolta kemur saman til æfinga dagana 28.-30. nóvember næstkomandi og á KA alls þrjá fulltrúa í hópnum. Þetta eru þeir Aron Daði Stefánsson, Jóhann Mikael Ingólfsson og Mikael Breki Þórðarson

Birgir Baldvinsson semur út 2025

Birgir Baldvinsson hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við knattspyrnudeild KA og er nú samningsbundinn út sumarið 2025. Þetta eru stórkostlegar fréttir enda hefur hann vakið verðskuldaða athygli fyrir framgöngu sína á nýliðnu sumri

Harley Willard til liðs við KA

Knattspyrnudeild KA fékk góðan liðsstyrk í dag þegar Harley Bryn Willard skrifaði undir hjá félaginu. Willard er 25 ára gamall framherji frá Skotlandi sem hefur leikið á Íslandi frá árinu 2019 og vakið verðskuldaða athygli fyrir framgöngu sína

Dregið í Evrópuhappdrætti fótboltans

Dregið hefur verið í Evrópuhappdrætti knattspyrnudeildar KA en fjórir stórir vinningar voru í húfi. Þeir heppnu geta sótt vinningana upp í afgreiðslu KA-Heimilisins og þökkum við þeim sem lögðu okkur lið með miðakaupum kærlega fyrir stuðninginn

Eiður ráðinn afreksþjálfari og Bane framlengir

Knattspyrnudeild KA framlengdi í dag samninga sína við þá Branislav Radakovic og Eið Ben Eiríksson. Branislav eða Bane eins og hann er iðulega kallaður hefur verið markmannsþjálfari KA frá árinu 2018 auk þess sem hann hefur aðstoðað markmenn yngriflokka félagsins