Flýtilyklar
Fréttir
19.05.2021
Risastórir heimaleikir á döfinni!
Það eru stórir hlutir að gerast hjá okkar liðum þessa dagana og leika karlalið KA í handbolta og fótbolta mikilvæga heimaleiki í deildarkeppninni á fimmtudag og föstudag auk þess sem KA/Þór hefur leik í úrslitakeppninni um Íslandsmeistaratitilinn á sunnudag
Lesa meira
18.05.2021
KA og Þór/KA fengu útileik í bikarnum
Dregið var í Mjólkurbikarnum í hádeginu og fengu bæði KA og Þór/KA krefjandi útileiki. KA sækir Stjörnuna heim í 32-liða úrslitum karlamegin en Þór/KA sækir FH heim í 16-liða úrslitum kvennamegin
Lesa meira
17.05.2021
Þriðji sigur KA í röð kom í Keflavík
KA sótti Keflvíkinga heim í fjórðu umferð Pepsi Max deildarinnar í kvöld. Fyrir leikinn var KA eitt af fjórum toppliðum deildarinnar með 7 stig og alveg klárt að strákarnir voru mættir á Suðurnesið til að sækja þrjú mikilvæg stig
Lesa meira
17.05.2021
Við ætlum okkur alla leið!
Kæru KA-menn, við hjá knattspyrnudeild KA viljum standa fyrir öflugu afreksstarfi og vera leiðandi félag á Norðurlandi sem og landinu öllu. Það er markmið okkar að geta teflt fram samkeppnishæfu liði við þau bestu á landinu um leið og við viljum búa til farveg fyrir unga og efnilega leikmenn félagsins að keppa undir merkjum KA
Lesa meira
15.05.2021
Fótboltaæfingar 8. fl eru á sparkvellinum við Lundarskóla
Í maí og fyrstu vikuna í júní þá eru fótboltaæfingar í 8. flokki á sparkvellinum við Lundarskóla. Æfingarnar eru oftast settar upp þannig að krökkunum er skipt upp í 4-8 manna hópa sem fara í þrjár til fjórar stöðvar með mismunandi æfingum
Lesa meira
13.05.2021
Myndaveislur frá 3-0 sigri KA
KA tók á móti Leikni Reykjavík í þriðju umferð Pepsi Max deildarinnar í gær. Þetta var fyrsti heimaleikur sumarsins hjá KA liðinu en hann fór fram á Dalvíkurvelli. Fjölmargir stuðningsmenn KA gerðu sér ferð til Dalvíkur og voru heldur betur ekki sviknir
Lesa meira
13.05.2021
Hallgrímur Mar leikjahæstur í sögu KA
Hallgrímur Mar Steingrímsson er nú leikjahæsti leikmaðurinn í sögu knattspyrnudeildar KA en Grímsi sló metið í sigurleiknum á Leiknismönnum í gær. Hann hélt að sjálfsögðu upp á daginn með tveimur mörkum
Lesa meira
10.05.2021
Tryggðu þér ársmiða fyrir fyrsta leik!
Fyrsti heimaleikur KA í sumar er á miðvikudaginn! Strákarnir taka á móti Leikni Reykjavík þann 12. maí klukkan 17:30 á Dalvíkurvelli. Takmarkanir eru á áhorfendafjölda þessa dagana á leikjum og ljóst að aðeins 200 áhorfendur munu fá að mæta á leikinn
Lesa meira
07.05.2021
Fyrsti sigur KA í Vesturbænum frá 1981
KA gerði ansi góða ferð í Vesturbæinn í dag er liðið lagði KR að velli 1-3 en leikurinn var liður í 2. umferð Pepsi Max deildarinnar. Fyrir leik var KA með eitt stig en KR-ingar voru með þrjú á toppnum
Lesa meira
07.05.2021
Vladan Dogatovic til liðs við KA á láni
Knattspyrnudeild KA hefur náð samkomulagi við Grindavík um lán á Vladan Dogatovic út keppnistímabilið. Vladan sem er 36 ára gamall markvörður frá Serbíu hefur leikið með Grindavík frá árinu 2019 en þar áður hafði hann leikið allan sinn feril í Serbíu
Lesa meira