Við ætlum okkur alla leið!

Fótbolti
Við ætlum okkur alla leið!
Við ætlum okkur alla leið! (mynd: Sævar Geir)

Kæru KA-menn, við hjá knattspyrnudeild KA viljum standa fyrir öflugu afreksstarfi og vera leiðandi félag á Norðurlandi sem og landinu öllu. Það er markmið okkar að geta teflt fram samkeppnishæfu liði við þau bestu á landinu um leið og við viljum búa til farveg fyrir unga og efnilega leikmenn félagsins að keppa undir merkjum KA.

Boltinn er loksins farinn að rúlla og við erum mjög bjartsýn fyrir sumrinu og viljum gera allt sem í okkar valdi til að ná sem bestum árangri. Því leitum við til ykkar stuðningsmanna til að hjálpa okkur í þessu verkefni sem er að koma KA í hæstu hæðir. Við erum þessa dagana að senda út valgreiðslu að upphæð 3.000 krónur í heimabanka stuðningsmanna KA og er hún mikilvægur stuðningur við félagið.

Er það von okkar að sem flestir stuðningsmenn KA hjálpi okkur í baráttunni í sumar, þeir sem hafa ekki fengið kröfu til sín geta heyrt í okkur á skrifstofunni í gegnum agust@ka.is. Lifi fyrir KA.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482 | Hafa samband