Myndaveislur frá 3-0 sigri KA

Fótbolti
Myndaveislur frá 3-0 sigri KA
Sannfćrandi í fyrsta heimaleik (mynd: Sćvar Geir)

KA tók á móti Leikni Reykjavík í ţriđju umferđ Pepsi Max deildarinnar í gćr. Ţetta var fyrsti heimaleikur sumarsins hjá KA liđinu en hann fór fram á Dalvíkurvelli. Fjölmargir stuđningsmenn KA gerđu sér ferđ til Dalvíkur og voru heldur betur ekki sviknir.

Ţađ dró til tíđinda eftir umkortérs leik ţegar Steinţór Freyr Ţorsteinsson var felldur innan teigs og var umsvifalaust dćmd vítaspyrna. Hallgrímur Mar Steingrímsson fór á punktinn og skorađi af miklu öryggi og kom KA í 1-0.

Ekki urđu mörkin fleiri í fyrri hálfleiknum en KA liđiđ réđi ferđinni ţó án ţess ađ skapa mikla hćttu. Gestirnir bitu hinsvegar frá sér í síđari hálfleiknum og leituđu ađ jöfnunarmarkinu. Stađa ţeirra breyttist ţó til hins verra á 55. mínútu er brotiđ var á Hauki Heiđari Haukssyni innan teigs en ţađ var ein af fyrstu sóknum KA liđsins í síđari hálfleiknum.


Smelltu á myndina til ađ skođa myndir Ţóris Tryggva frá leiknum

Aftur steig Hallgrímur Mar upp og skorađi af öryggi úr vítaspyrnunni og stađan ţví orđin 2-0. Skömmu síđar fékk Steinţór Freyr úrvalsfćri eftir frábćra sendingu innfyrir frá Nökkva Ţey Ţórissyni en Steinţóri brást bogalistin. Strax í kjölfariđ kom langbesta fćri Leiknismanna er Sólon Breki Leifsson slapp í gegn en Steinţór Már Auđunsson gerđi vel í ađ loka á skot hans.


Smelltu á myndina til ađ skođa myndir Egils Bjarna frá leiknum

Ásgeir Sigurgeirsson gekk svo frá leiknum á 70. mínútu ţegar hann renndi boltanum í netiđ eftir klafs í teignum eftir hornspyrnu og sigurinn í höfn. Skömmu síđar komu ţrír ungir leikmenn inn á í liđ KA og léku sinn fyrsta deildarleik en ţađ voru ţeir Ţorvaldur Dađi Jónsson, Kári Gautason og Elvar Máni Guđmundsson. Kári varđ fyrir ţví óláni ađ vera tćklađur af fullum krafti af honum Octavio Paez sem uppskar beint rautt spjald en sem betur fer slapp Kári viđ alvarleg meiđsl og gat haldiđ leik áfram.


Smelltu á myndina til ađ skođa myndir Sćvars Geirs frá leiknum

Ađ lokum urđu mörkin ekki fleiri og KA liđiđ gat fagnađ sannfćrandi 3-0 sigri og er ţví komiđ međ 7 stig eftir fyrstu ţrjá leiki sumarsins. Ţrátt fyrir ađ nánast heilt byrjunarliđ sé frá vegna meiđsla halda strákarnir áfram sínum dampi og geta veriđ ansi sáttir međ uppskeruna á Dalvíkurvelli.

Nćsti leikur er svo útileikur í Keflavík en rétt eins og Leiknismenn eru Keflvíkingar nýliđar í deildinni og hafa komiđ af krafti inn í deildina og ljóst ađ krefjandi leikur er framundan ţann 17. maí nćstkomandi.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482 | Hafa samband