Fréttir

Hallgrímur Jónasson framlengir við KA

Hallgrímur Jónasson skrifaði í dag undir nýjan samning við Knattspyrnudeild KA og er því áfram samningsbundinn liðinu út næsta tímabil. Ásamt því að vera leikmaður KA hefur Hallgrímur undanfarin tvö tímabil verið aðstoðarþjálfari liðsins og mun áfram sinna báðum störfum
Lesa meira

Perry og Jón Stefán taka við Þór/KA

Perry Mclachlan og Jón Stefán Jónsson hafa verið ráðnir sem þjálfarar Þórs/KA til næstu þriggja ára. Þeir munu starfa saman sem aðalþjálfarar liðsins, auk þess að hafa yfirumsjón með þjálfun og vera í nánu samstarfi við þau sem ráðin verða í störf þjálfara annarra liða sem leika munu undir merkjum Þórs/KA
Lesa meira

Æfingar 16 ára og yngri í bið

Allar æfingar fyrir 16 ára og yngri í handbolta, fótbolta og blaki eru komnar í bið framyfir næstu helgi vegna stöðu Covid smita í samfélaginu. Athugið að upphaflega var fréttin að þetta næði eingöngu til 14 ára og yngri en í samráði við yfirvöld höfum við uppfært takmarkanir upp í 16 ára og yngri
Lesa meira

Dusan Brkovic framlengir við KA

Knattspyrnudeild KA og Dusan Brkovic hafa framlengt samning sinn og mun Dusan því spila áfram með KA á næsta tímabili. Dusan sem er 32 ára gamall varnarmaður frá Serbíu gekk til liðs við KA fyrir nýliðið tímabil og kom frábærlega inn í liðið
Lesa meira

Nökkvi og Þorri framlengja út 2024

Tvíburabræðurnir Nökkvi Þeyr og Þorri Mar Þórisson hafa framlengt við knattspyrnudeild KA og eru nú samningsbundnir félaginu út sumarið 2024. Þetta eru frábærar fréttir enda hafa bræðurnir verið ákaflega öflugir í gula og bláa búningnum og orðnir algjörir lykilmenn í KA liðinu
Lesa meira

Steinþór Már bestur á lokahófi KA

Lokahóf knattspyrnudeildar KA fór fram um helgina þar sem mögnuðu tímabili KA var fagnað og gert upp. Hófið var haldið í Golfskálanum og það með Októberfest blæ undir stjórn Rikka G. Þá spiluðu þeir Stebbi Jak og Magni fyrir gesti og myndaðist svo sannarlega skemmtileg stemning
Lesa meira

Myndaveislur frá lokaleik sumarsins

KA og FH áttust við á Greifavellinum um helgina í lokaumferð Pepsi Max deildarinnar þetta sumarið. KA gat með sigri tryggt sér 3. sæti deildarinnar en það var þó ljóst að verkefni dagsins yrði krefjandi enda FH með hörkulið sem hafði unnið sex af síðustu sjö leikjum sínum
Lesa meira

3. Sætið undir í stórleik dagsins

Það er heldur betur stórleikur framundan í dag þegar KA tekur á móti FH í lokaumferð Pepsi Max deildarinnar. KA situr fyrir leikinn í 3. sæti deildarinnar og tryggir með sigri næstbesta árangur í sögu félagsins auk þess sem sætið gæti gefið þátttökurétt í Evrópukeppni á næstu leiktíð
Lesa meira

Arnar Grétarsson áfram með KA

Knattspyrnudeild KA og Arnar Grétarsson hafa gengið frá samkomulagi um að Arnar muni áfram stýra liði KA á næstu leiktíð. Arnar sem tók við liðinu um mitt seinasta sumar hefur komið af miklum krafti inn í félagið og lyft öllu starfi okkar upp á hærra plan
Lesa meira

Októberfest lokahóf á laugardaginn

Októberfest lokahóf knattspyrnudeildar KA fer fram á laugardaginn í Golfskálanum. KA leikur gegn FH í lokaleik sumarsins á Greifavellinum klukkan 14:00. Húsið opnar klukkan 18:00 og má búast við miklu fjöri er við gerum upp fótboltasumarið
Lesa meira

Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482 | Hafa samband