Októberfest lokahóf á laugardaginn

Fótbolti

Októberfest lokahóf knattspyrnudeildar KA fer fram á laugardaginn í Golfskálanum. KA leikur gegn FH í lokaleik sumarsins á Greifavellinum klukkan 14:00. Húsið opnar klukkan 18:00 og má búast við miklu fjöri er við gerum upp fótboltasumarið!

Veislustjóri er Rikki G og þá munu þeir Stebbi Jak og Magni halda uppi fjörinu. Magnaður þýskur veislumatur á boðstólum og það er alveg klárt að þú vilt ekki missa af þessari veislu!

Miðaverð er 9.500 krónur og fara bókanir í gegnum agust@ka.is, hlökkum til að sjá ykkur!


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482 | Hafa samband