Fréttir

Ísfold Marý æfði með U19 ára landsliðinu

Landslið Íslands í knattspyrnu skipað leikmönnum 19 ára og yngri hefur staðið í ströngu að undanförnu en Þór/KA á einn fulltrúa í hópnum en það er hún Ísfold Marý Sigtryggsdóttir. Þá bættist María Catharina Ólafsdóttir Gros við hópinn í miðju verkefninu en hún leikur nú með liði Celtic
Lesa meira

KA tekur þátt í Scandinavian League

Undirbúningur fyrir komandi knattspyrnusumar er kominn af stað og mun KA taka þátt í nýju og spennandi verkefni í byrjun næsta árs. KA er eitt 12 liða sem keppa á Scandinavian League mótinu sem fer fram dagana 24. janúar til 5. febrúar á Alicante á Spáni
Lesa meira

6 frá KA í æfingahópum U15 og U16

KA á sex fulltrúa í æfingahópum U15 og U16 ára landsliða Íslands í knattspyrnu sem æfa þessa dagana. Báðir hópar æfa í Skessunni í Hafnarfirði og er frábært að við eigum jafn marga fulltrúa og raun ber vitni á æfingunum
Lesa meira

Angela, Amalía og Krista á úrtaksæfingum U16

Þór/KA átti þrjá fulltrúa á úrtaksæfingum U16 ára landsliðs Íslands í knattspyrnu sem fóru fram á dögunum. Þetta voru þær Angela Mary Helgadóttir, Amalía Árnadóttir og Krista Dís Kristinsdóttir og stóðu stelpurnar sig vel á æfingunum
Lesa meira

Heilmikið um að vera um helgina

Það er nóg um að vera um helgina eins og svo oft áður hjá okkur í KA um helgina og má með sanni segja að aðstaðan sem félagið býr yfir er nýtt til fulls
Lesa meira

Iðunn og Steingerður á úrtaksæfingar U17

Þór/KA á tvo fulltrúa á úrtaksæfingum U17 ára landsliðs Íslands í knattspyrnu sem æfir dagana 3.-5. nóvember næstkomandi í Skessunni í Hafnarfirði. Þetta eru þær Iðunn Rán Gunnarsdóttir og Steingerður Snorradóttir
Lesa meira

Sjö fulltrúar KA í hæfileikamótun KSÍ og N1

KA á alls sjö fulltrúa í hæfileikamótun KSÍ og N1 sem fer fram næstu daga. Í hæfileikamótuninni koma saman til æfinga ungir og hæfileikaríkir leikmenn frá félögum víðs vegar af landinu og fá þar smjörþefinn af því að æfa í því umhverfi sem yngrilandslið Íslands vinna í
Lesa meira

Igor Bjarni Kostic ráðinn til KA

Knattspyrnudeild KA hefur ráðið Igor Bjarna Kostic og kemur hann inn í þjálfarateymi meistaraflokks KA auk þess sem hann mun vinna í afreksstarfi félagsins. Igor kemur til KA frá Haukum þar sem hann hefur stýrt meistaraflokksliði Hauka undanfarin tvö ár auk þess að leiða afreksþjálfun félagsins
Lesa meira

Ný keppnistreyja KA - forsala hafin

Knattspyrnufélag Akureyrar og Errea kynna nýja fatalínu KA fyrir tímabilin 2022 og 2023. Fatalínan er sérhönnuð af starfsmönnum Errea í samvinnu við knattspyrnudeild KA. Línan verður í forsölu í vefverslun Errea og í framhaldinu einnig í versluninni M Sport í Kaupangi
Lesa meira

Ívar Arnbro á reynslu í Svíþjóð

Ívar Arnbro Þórhallsson er um þessar mundir á reynslu í Svíþjóð en Ívar sem er 15 ára gamall er gríðarlega efnilegur markvörður sem er að koma uppúr yngriflokkum félagsins. Þá var Ívar sjö sinnum í leikmannahópi meistaraflokks KA á nýliðnu tímabili
Lesa meira

Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482 | Hafa samband