Flýtilyklar
Iðunn og Steingerður á úrtaksæfingar U17
29.10.2021
Fótbolti
Þór/KA á tvo fulltrúa á úrtaksæfingum U17 ára landsliðs Íslands í knattspyrnu sem æfir dagana 3.-5. nóvember næstkomandi í Skessunni í Hafnarfirði. Þetta eru þær Iðunn Rán Gunnarsdóttir og Steingerður Snorradóttir en Magnús Örn Helgason er þjálfari liðsins.
Báðar hafa þær átt fast sæti í undanförnum hópum og léku báðar í byrjunarliði landsliðsins í síðasta verkefni er íslenska liðið vann 1-3 sigur á liði Norður-Íra í september síðastliðnum.
Við óskum stelpunum til hamingju með valið sem og góðs gengis á komandi æfingum.