Fréttir

Fjöldi Íslandsmeistaratitla í júdó orðinn 438.

KA vann sinn fyrsta Íslandsmeistartitil í júdó árið 1979 er Þorsteinn Hjaltason varð Íslandsmeistari.  Nú 30 árum síðar eru titlarnir orðnir 438.  Það eru 135 einstaklingar sem hafa unnið þessa titla.  Flesta titla hefur Freyr Gauti Sigmundsson unnið, eða 25.  Af þeim sem enn eru að keppa er Bergþór Steinn Jónsson sá sem unnið hefur flesta titla en hann hefur unnið 9 sinnum.  Listi yfir Íslandsmeistara félagsins er að finna á júdósíðu KA.

Íslandsmót fullorðinna í júdó, enn einn titill hjá Helgu.

Íslandsmót fullorðinna í júdófór fram í Reykjavík um helgina.  KA átti 10 keppendur á mótinu.  Bestum árangri náði Helga Hansdóttir, en hún varð Íslandsmeistari í -57kg. flokki kvenna.  Frammistaða KA á mótinu var eftirfarandi:

Páskaæfingar

Næstu daga verða æfingar á öðrum tímum en venjulega.  Í dag (Skírdag) og á föstudaginn langa eru júdóæfingar kl. 12:00.  Við hvetjum alla til að mæta.  Hér koma nokkrar myndir frá júdóæfingu í gær.  

KA áfram í 3. umferð á Bikarmóti JSÍ

Sveit KA komst örugglega áfram í 3. umferð á Bikarmóti JSÍ.  Bikarmót JSÍ fer þannig fram í 4 umferðum.  Í hverrii umferð falla neðstu sveitirnar út en hinar halda áfram í næstu umferð.  Nú eru 2 umferðir að baki og er KA ein 6 sveita sem keppa mun í 3. umferð sem fram fer í haust. Myndin hér að neðan er tekin úr viðureign KA við ÍR.  KA-maðurinn Agnar Ari Böðvarsson kastar andstæðing sínum glæsilega aftur fyrir sig á bragði sem heitir Ura-nage.  Agnar er sá sem á myndinni sem enn er með jarðtengingu.

Frábært hjá Helgu á Vormóti JSÍ

Feðginin Helga Hansdóttir og Hans Rúnar Snorrason kepptu á Vormóti JSÍ sem fram fór í Reykjavík nú umhelgina.

Íslandsmót U20

Yngri flokkar KA gerðu góða ferð suður um helgina. Skafti Þór Hannesson KA vann öruggann sigur í -38 kg flokki í aldurshópi 11-12 ára. Skafti er mjög efnilegur judomaður og á örugglega eftir að láta mikið af sér kveða í framtíðinni. Flestar glímur Skafta tóku aðeins örfáar sekúndur og unnust á Ippon. Baldur Bergsveinsson KA vann einnig brons í þessum flokki.

Nýjung frá aðalstjórn K.A.

Aðalstjórn hefur ákveðið að hafa opinn viðtalstíma annan fimmtudag í mánuði frá kl 18-19. Tveir aðalstjórnarmenn munu vera í KA-heimili á áðurnefndum tíma til að taka á móti þeim sem vilja koma og ræða um félagið. Næstkomandi fimmtudag, 11. febrúar, verða Guðmundur Guðmundsson, gjaldkeri KA, og Jón Óðinn Waage formaður júdódeildar á staðnum.

Bikarkeppni fullorðinna.

Bikarkeppni fullorðinna, 1. umferð af 4, verður haldin í Reykjavík 28. febrúar n.k.  Við þurfum að tilkynna lið í síðasta lagi 12. febrúar 2009.  Þeir sem vilja taka þátt þurfa því að gera ráðstafanir til þess að eiga frí 28. febrúar.

Helga bætti við öðru gulli á Afmælimóti Júdósambandsins.

Helga Hansdóttir, sem vann sigur í fullorðinsflokki í gær, keppti í dag í sínum aldursflokki sem er 15-16 ára.  Helga vann yfirburðasigur og kom því heim með tvenn gullverðlaun frá mótinu.  Faðir Helgu, Hans Rúnar Snorrason, kom heim með tvenn bronsverðlaun svo óhætt er að segja að Helga hafi verið föðurbetrungur :).

Frábært hjá Helgu og Hans á Afmælismóti Júdósambandsins.

Hans Rúnar Snorrason og Helga Hansdóttir kepptu á Afmælismót Júdósambandsins sem fram fór í Reykjavík í gær.