KA áfram í 3. umferð á Bikarmóti JSÍ

Sveit KA komst örugglega áfram í 3. umferð á Bikarmóti JSÍ.  Bikarmót JSÍ fer þannig fram í 4 umferðum.  Í hverrii umferð falla neðstu sveitirnar út en hinar halda áfram í næstu umferð.  Nú eru 2 umferðir að baki og er KA ein 6 sveita sem keppa mun í 3. umferð sem fram fer í haust.

Myndin hér að neðan er tekin úr viðureign KA við ÍR.  KA-maðurinn Agnar Ari Böðvarsson kastar andstæðing sínum glæsilega aftur fyrir sig á bragði sem heitir Ura-nage.  Agnar er sá sem á myndinni sem enn er með jarðtengingu.