Fréttir

Ný heimasíðu júdódeildar

Ný heimasíða júdódeildar KA. Vegna samræmingar íþróttadeilda innan KA hefur júdódeildin fengið nýja heimasíðu. 

86 ára gamall júdómeistari fær 9. dan

Hinn áttatíu og sex ára gamli taívanski Chen Tsai-chi náði þeim merka áfanga að fá 9.dan þann 31. Desember sl. Gráðan er nokkurs konar heiðurgráða og fær hann hana fyrir ævistarf sitt, m.a. fyrir að kenna grunnskólabörnum judo í 53 ár.  Hann hefur æft judo frá 15 ára aldri.  9.dan er næsthæsta gráðan í júdó og er hann einn fárra í heiminum sem getur með sanni borið rautt belti.  Nú er bara að bíða og vona að hann lifi svo lengi að hann nái 10.dan.

KYU mót I. 2008 og Dómaranámskeið

Kyu mót I. 2008 verður haldið í ÍR heimilinu Laugardaginn 16. febrúar næstkomandi. Nánari upplýsingar um mótið í meðfylgjandi skjali.Samhliða mótinu verður haldið dómaranámskeið og próf.Námskeiðið verður Föstudagskvöldið 15. feb. frá kl. 19-21 og verður það einnig í ÍR heimilinu.Daginn eftir þurfa þeir sem ætla í próf að dæma á Kyu mótinu.Þeir sem ætla á dómaranámskeiðið eru beðnir að skrá sig á sama blað og keppendur skrá sig og taka þar fram í dálknum Ath. að þetta sé skráning á námskeiðið. Skráningarfrestur bæði á mót og dómaranámskeið er til hádegis miðvikudagsins 13. febrúar.