Fréttir

Kynningarkvöld KA fimmtudag kl. 19:30

Kynningarkvöld knattspyrnudeildar KA verður á fimmtudaginn 18. júní og hefst klukkan 19:30 í KA-Heimilinu. Fyrsti heimaleikur liðsins í sumar er á laugardaginn svo það er um að gera að mæta, kynnast liðinu betur og ganga frá kaupum á ársmiða

KA vann sumarmót HSÍ í 5. flokki yngri

Strákarnir á yngra ári 5. flokks gerðu sér lítið fyrir og unnu efstu deild á sumarmóti HSÍ um helgina. Handknattleikssambandið hefur verið að halda sumarmót í júní fyrir yngriflokkana þar sem að þurfti að aflýsa tveimur síðustu mótunum á Íslandsmótinu vegna Covid-19

Myndaveisla frá 4-1 sigri Þórs/KA í gær

Þór/KA hóf sumarið heldur betur af krafti með 4-1 heimasigri á Stjörnunni í gær á Þórsvelli. Stelpurnar hófu leikinn mjög vel og var sigur liðsins aldrei í hættu. María Catharina Ólafsd. Gros gerði fyrsta markið áður en Karen María Sigurgeirsdóttir og Hulda Ósk Jónsdóttir komu liðinu í 3-0. Gestirnir minnkuðu muninn en annað mark frá Karen Maríu tryggði 4-1 sigurinn

Fyrsti leikur KA í sumar er kl. 15:45

Þá er loksins komið að fyrsta leik sumarsins þegar KA sækir ÍA heim upp á Skipaskaga klukkan 15:45 í dag. Leikurinn er liður í opnunarumferð Pepsi Max deildarinnar og má með sanni segja að mikil eftirvænting sé fyrir leiknum

KA og Þór/KA fengu bæði heimaleik í bikarnum

Dregið var í Mjólkurbikarnum í kvöld og voru bæði KA og Þór/KA að sjálfsögðu í pottinum. Bæði liðin fengu heimaleik en KA hefur leik í 32-liða úrslitum á meðan Þór/KA leikur í 16-liða úrslitum kvennamegin

Frábær sigur Þórs/KA í fyrsta leiknum

Þór/KA tók á móti Stjörnunni í dag í fyrsta leik sumarsins. Stelpunum hafði verið spáð 7. sæti fyrir sumarið en gestunum því 5. en ljóst að bæði lið ætla sér stærri hluti en það. Leikurinn fór fjörlega af stað og byrjuðu stelpurnar okkar leikinn betur

Þór/KA tekur á móti Stjörnunni í dag

Baráttan í Pepsi Max deild kvenna er hafin en Þór/KA leikur sinn fyrsta leik í dag klukkan 15:00 er Stjarnan kemur í heimsókn á Þórsvöll. Fótboltinn er því loksins farinn að rúlla eftir Covid-19 og mikið fagnaðarefni að stelpurnar fái heimaleik í fyrstu umferðinni

Upplýsingar fyrir fyrsta leik sumarsins

Fyrsti leikur sumarsins hjá KA er á sunnudaginn er strákarnir sækja ÍA heim upp á Skipaskaga. Það má með sanni segja að mikil spenna sé í loftinu og vitum við af ansi mörgum stuðningsmönnum KA sem ætla að gera sér ferð á leikinn og styðja strákana til sigurs

Ársmiðasalan er hafin í Stubb!

Fyrsti heimaleikur KA í sumar er laugardaginn 20. júní næstkomandi og viljum við benda ykkur á miðasöluappið Stubb. Stubbur kemur í veg fyrir biðraðir á leikina og minnir þig á hvenær KA á leik svo að þú missir ekki af neinu

Golfmót KA er í dag! - 1 pláss laust

Það er komin mikil eftirvænting fyrir Golfmóti KA sem fer fram í dag á Jaðarsvelli. Mótið hefst klukkan 17:30 og því mikilvægt að menn mæti tímanlega til að halda plani. Léttleikinn verður í fyrirrúmi þannig að allir geta tekið þátt þó vissulega verði hart barist um sigur á mótinu