10.06.2020
Á dögunum samþykkti aðalstjórn KA breytingar á vali íþróttamanns KA. Breytingarnar eru á þann veg að í stað þess að velja einn aðila sem íþróttamann félagsins verður nú kjörinn einn karl og ein kona sem skarað hafa framúr á hverju ári fyrir sig
10.06.2020
Um síðustu helgi fór fram frábært Stefnumót KA fyrir 6. flokk karla á KA-svæðinu. Alls tóku 250 keppendur þátt í mótinu en mótið var það fyrsta sem var haldið eftir að Covid-19 kom upp og stöðvaði Stefnumót vetrarins
09.06.2020
Leikmannakynning Þórs/KA fyrir komandi baráttu í Pepsi Max deildinni fer fram í Hamri fimmtudaginn 11. júní næstkomandi klukkan 19:30. Andri Hjörvar Albertsson þjálfari liðsins mun kynna leikmennina sem verða í eldlínunni en Þór/KA hefur endað í einu af efstu fjórum sætum deildarinnar allt frá árinu 2008
09.06.2020
Madeline Gotta samdi í dag við Þór/KA og er unnið að því að klára formsatriðin fyrir félagaskipti hennar norður til Akureyrar. Madeline sem er fædd árið 1997 er frá San Diego í Kaliforníu og hefur spilað í bandaríska háskólaboltanum undanfarin ár
09.06.2020
KA fékk í dag góðan liðsstyrk fyrir komandi átök í Pepsi Max deildinni í sumar þegar Guðmundur Steinn Hafsteinsson skrifaði undir samning við liðið. Samningurinn gildir út þetta sumar og erum við gríðarlega ánægð með að fá þennan öfluga leikmann norður
09.06.2020
Hildur Lilja Jónsdóttir og Telma Ósk Þórhallsdóttir hafa verið valdar í U-16 ára landslið Íslands í handbolta sem mun æfa næstu tvær helgar. Stelpurnar höfðu áður verið valdar á úrtaksæfingar og eru nú komnar í aðalhópinn eftir niðurskurð á úrtakshópnum
08.06.2020
Rakel Sara Elvarsdóttir og Helga María Viðarsdóttir voru í dag valdar í U-18 ára landslið Íslands í handbolta sem mun æfa næstu tvær helgar. Stelpurnar hafa verið fastamenn í hópnum undanfarin ár en þetta landslið er gríðarlega öflugt og hefur gert mjög flotta hluti
08.06.2020
Það er mikið verk að gera Greifavöllinn tilbúinn fyrir átök sumarsins og óskum við því eftir sjálfboðaliðum við að aðstoða okkur við verkið. Það verða vinnudagar á vellinum í dag, mánudag, sem og þriðjudag og miðvikudag frá klukkan 18:00 til 20:00
07.06.2020
Á morgun, mánudaginn 8. júní hefjast júdóæfingar. Æfingarnar verða með fremur óhefðbundnu sniði en aðeins einn aldursflokkur verður. Æfingar verða fyrir 11 ára (á árinu) og eldri þrisvar í viku. Æfingar verða á mánudögum, miðvikudögum og fimmtudögum frá kl. 17:15-18:30. Æfingar verða fríar í sumar en eingöngu fyrir þá sem hafa æft áður og kunna eitthvað í júdó.
07.06.2020
Adam Brands Þórarinsson hefur nú ákveðið að hætta þjálfun. Adam hefur verið burðarás júdóíþróttarinnar á Akureyri í fjölmörg ár og þjálfað upp fjölmarga frábæra júdóiðkendur.