31.01.2021
KA mætir Fylki í Fylkishöllinni klukkan 18:15 í kvöld í Mizunodeild karla í blaki. Fylkismenn eru án stiga á botni deildarinnar rétt eins og Þróttur Vogum en hafa engu að síður átt fína spretti og verður leikur dagsins án efa krefjandi fyrir strákana okkar
30.01.2021
Nú er búið að opna fyrir skráningu í NORA fyrir vorönn 2021. Greiðslufrestur er til 10. febrúar 2021 eftir það fara greiðsluseðlar í heimabanka og ekki lengur hægt að nýta frístundastyrkinn.
30.01.2021
KA/Þór gerði gríðarlega vel í að sækja 23-23 jafntefli gegn Val að Hlíðarenda í Olísdeild kvenna á dögunum eftir að hafa elt sterkt lið Vals nær allan leikinn. Það er svo annar stórleikur framundan í dag þegar lið Fram mætir norður kl. 15:00
30.01.2021
Fyrsta Stefnumót vetrarins fer fram í Boganum í dag og leika þar listir sínar strákar og stelpur í 7. flokki. Það er ljóst að það er mikil eftirvænting hjá krökkunum að fá að spreyta sig á þessu skemmtilega móti þó kringumstæðurnar séu aðeins öðruvísi
30.01.2021
Það er stórleikur á dagskránni í KA-Heimilinu í dag er KA/Þór tekur á móti Fram í Olísdeild kvenna klukkan 15:00. Fram vann bikarúrslitaleik liðanna í fyrra en KA/Þór hefndi fyrir tapið í leik Meistara Meistaranna og má svo sannarlega búast við hörkuleik
29.01.2021
Það var heldur betur eftirvænting fyrir toppslag Aftureldingar og KA í Mizunodeild kvenna sem fór fram í kvöld. Þarna mættust liðin sem börðust um Deildarmeistaratitilinn á síðustu leiktíð auk þess sem fyrri leikur þeirra í vetur fór í oddahrinu þar sem Mosfellingar fóru með sigur af hólmi
29.01.2021
Skrifað var undir samstarfssamning milli Hölds – Bílaleigu Akureyrar og FIMAK nú á dögunum. Höldur hefur stutt vel við bakið á okkur síðustu árin og erum við í FIMAK afar þakklát fyrir þeirra mikilvæga stuðning.
29.01.2021
KA tók á móti Aftureldingu í Olísdeild karla í gærkvöldi en þetta var fyrsti leikur liðanna frá byrjun október. Það fór ekki framhjá neinum að spilformið er ekki alveg á sínum stað og tók það liðin smá tíma að finna taktinn
29.01.2021
Það er stórleikur framundan í Mizunodeild kvenna í blaki í kvöld er KA sækir Aftureldingu heim klukkan 20:00. Þarna mætast liðin sem börðust um Deildarmeistaratitilinn á síðustu leiktíð þar sem KA hafði á endanum betur og má búast við hörkuleik
29.01.2021
Kjarnafæðismótið í knattspyrnu er í fullum gangi og í kvöld leika bæði KA og Þór/KA í Boganum. Athugið að engir áhorfendur eru leyfðir á leikjunum en þess í stað verða báðir leikir í beinni á KA-TV og því um að gera að fylgjast vel með gangi mála