Fréttir

Útileikur gegn Fylki í kvöld

KA mætir Fylki í Fylkishöllinni klukkan 18:15 í kvöld í Mizunodeild karla í blaki. Fylkismenn eru án stiga á botni deildarinnar rétt eins og Þróttur Vogum en hafa engu að síður átt fína spretti og verður leikur dagsins án efa krefjandi fyrir strákana okkar

Búið að opna fyrir skráningu á vorönn2021

Nú er búið að opna fyrir skráningu í NORA fyrir vorönn 2021. Greiðslufrestur er til 10. febrúar 2021 eftir það fara greiðsluseðlar í heimabanka og ekki lengur hægt að nýta frístundastyrkinn.

Myndaveisla frá leik Vals og KA/Þórs

KA/Þór gerði gríðarlega vel í að sækja 23-23 jafntefli gegn Val að Hlíðarenda í Olísdeild kvenna á dögunum eftir að hafa elt sterkt lið Vals nær allan leikinn. Það er svo annar stórleikur framundan í dag þegar lið Fram mætir norður kl. 15:00

Stefnumót 7. flokks í beinni í dag

Fyrsta Stefnumót vetrarins fer fram í Boganum í dag og leika þar listir sínar strákar og stelpur í 7. flokki. Það er ljóst að það er mikil eftirvænting hjá krökkunum að fá að spreyta sig á þessu skemmtilega móti þó kringumstæðurnar séu aðeins öðruvísi

Stórleikur hjá stelpunum í dag

Það er stórleikur á dagskránni í KA-Heimilinu í dag er KA/Þór tekur á móti Fram í Olísdeild kvenna klukkan 15:00. Fram vann bikarúrslitaleik liðanna í fyrra en KA/Þór hefndi fyrir tapið í leik Meistara Meistaranna og má svo sannarlega búast við hörkuleik

Stórkostlegur endurkomusigur í Mosó!

Það var heldur betur eftirvænting fyrir toppslag Aftureldingar og KA í Mizunodeild kvenna sem fór fram í kvöld. Þarna mættust liðin sem börðust um Deildarmeistaratitilinn á síðustu leiktíð auk þess sem fyrri leikur þeirra í vetur fór í oddahrinu þar sem Mosfellingar fóru með sigur af hólmi

Höldur – Bílaleiga Akureyrar er aðalstyrktaraðili FIMAK

Skrifað var undir samstarfssamning milli Hölds – Bílaleigu Akureyrar og FIMAK nú á dögunum. Höldur hefur stutt vel við bakið á okkur síðustu árin og erum við í FIMAK afar þakklát fyrir þeirra mikilvæga stuðning.

Myndaveisla frá leik KA og Aftureldingar

KA tók á móti Aftureldingu í Olísdeild karla í gærkvöldi en þetta var fyrsti leikur liðanna frá byrjun október. Það fór ekki framhjá neinum að spilformið er ekki alveg á sínum stað og tók það liðin smá tíma að finna taktinn

Toppslagur í Mosfellsbænum í kvöld

Það er stórleikur framundan í Mizunodeild kvenna í blaki í kvöld er KA sækir Aftureldingu heim klukkan 20:00. Þarna mætast liðin sem börðust um Deildarmeistaratitilinn á síðustu leiktíð þar sem KA hafði á endanum betur og má búast við hörkuleik

KA og Þór/KA leika í Kjarnafæðismótinu í dag

Kjarnafæðismótið í knattspyrnu er í fullum gangi og í kvöld leika bæði KA og Þór/KA í Boganum. Athugið að engir áhorfendur eru leyfðir á leikjunum en þess í stað verða báðir leikir í beinni á KA-TV og því um að gera að fylgjast vel með gangi mála