Fréttir

KA/Þór mætir í Garðabæinn kl. 16:00

KA/Þór mætir Stjörnunni í Olísdeild kvenna klukkan 16:00 í TM-Höllinni í Garðabæ. Stelpurnar eru á toppi deildarinnar ásamt Fram eftir átta fyrstu umferðirnar en Garðbæingar eru einungis tveimur stigum á eftir í 4. sætinu

Komdu og prófaðu tennis og badminton

Spaðadeild KA verður með opna tíma á sunnudagsmorgnum frá klukkan 9 til 12 næstu þrjár helgar þar sem hver sem er getur komið í KA-Heimilið og reynt fyrir sér í badminton og tennis. Fyrsti tíminn er strax um helgina þann 14. febrúar

Karen María valin í æfingahóp A-landsliðsins

Þorsteinn H. Halldórsson nýráðinn þjálfari A-landsliðs kvenna í knattspyrnu valdi í dag fyrsta æfingahóp sinn. Hópurinn mun æfa dagana 16.-19. febrúar næstkomandi en aðeins er um að ræða leikmenn sem leika á Íslandi að þessu sinni

Myndaveislur er KA lagði Þór í bikarnum

KA lagði nágranna sína í Þór að velli er liðin mættust í 32-liða úrslitum Coca-Cola bikarsins í handbolta í Höllinni í gær. Leikir liðanna verða iðulega jafnir og spennandi og varð engin breyting þar á í gær. En þegar mest á reyndi voru strákarnir okkar sterkari og sigldu heim 23-26 sigri

Tveir styrkir til íþrótta- og tómstundastarfs barna og unglinga

Vissir þú að vegna COVID-19 er hægt að sækja um styrk til þess sveitarfélags sem þú átt heima í fyrir íþrótta- og tómstundastarfi barna sem fædd eru á árunum 2005-2014 og búa á heimilum þar sem heildartekjur framfærenda, voru að meðaltali lægri en 740.000 kr. á mánuði á tímabilinu mars-júlí 2020

ATVINNA - Skrifstofustjóri FIMAK

Fimleikafélag Akureyrar óskar eftir að ráða skrifstofustjóra í 60% starf. FIMAK er eitt af þremur stærstu íþróttafélögum Akureyar. Um er að ræða fjölbreytt og skemmtilegt starf sem kemur að flestu því er viðkemur fimleikafélaginu. Skrifstofustjóri heyrir beint undir Aðalstjórn félagsins og muna vinna í nánu samstarfi við hana. Möguleiki er að fara í fullt starf með þjálfun í sal samhliða.

KA vann bæjarslaginn og áfram í bikarnum

Einn af leikjum ársins fór fram í kvöld er KA og Þór mættust í 32-liða úrslitum Coca-Cola bikars karla í handboltanum í Íþróttahöllinni. Þetta var fyrsta bikarviðureign liðanna frá árinu 1998 og má vægast sagt segja að bæjarbúar hafi beðið spenntir eftir leiknum

Aðalfundur knattspyrnudeildar KA 2021

Aðalfundur knattspyrnudeildar KA verður haldinn í KA-heimilinu föstudaginn 19. febrúar 2021 kl. 20:00

Ásdís og Rut í æfingahópi A-landsliðsins

Arnar Pétursson þjálfari A-landsliðs kvenna í handbolta valdi í dag 19 leikmenn í æfingahóp sem mun æfa á höfuðborgarsvæðinu 17.-21. febrúar næstkomandi. KA/Þór á tvo fulltrúa í hópnum en það eru þær Ásdís Guðmundsdóttir og Rut Arnfjörð Jónsdóttir

Myndir frá bikarsigri KA á Þór 1998

KA og Þór mætast í 32-liða úrslitum Coca-Cola bikars karla klukkan 19:30 í Höllinni í kvöld og verður leikurinn sýndur beint á RÚV 2. Í gær rifjuðum við upp ógleymanlega viðureign liðanna í bikarkeppninni árið 1998 sem er einmitt síðasti bikarslagur liðanna fyrir leik kvöldsins