Fréttir

Æfingatafla handknattleiksdeildar 2024-2025

Handboltinn er að fara á fullt og hefjast æfingar samkvæmt æfingatöflu mánudaginn 26. ágúst næstkomandi. Við hvetjum að sjálfsögðu alla sem hafa áhuga á að kíkja á æfingu og prófa þessa stórskemmtilegu þjóðaríþrótt íslendinga

September og vetrartafla fótboltans

Vetrarstarfið í fótboltanum er framundan og birtum við hér æfingatöflu september mánaðar sem og vetrartöfluna sem tekur gildi 1. október. Mikilvægt að allir iðkendur séu tengdir Sportabler til að fylgjast með ef það eru breytingar á æfingatíma og fá upplýsingar um mót og leiki

Svavar Ingi nýr yfirþjálfari handboltans

Svavar Ingi Sigmundsson er snúinn aftur heim í KA og hefur tekið við starfi yfirþjálfara handknattleiksdeildar. Þetta eru spennandi breytingar en Svavar eða Svabbi eins og hann er iðulega kallaður er gríðarlega metnaðarfullur og kemur inn með ferska strauma inn í starf félagsins

Dagur í úrvalsliði EM - Ísland í 4. sæti

Dagur Árni Heimisson var í dag valinn í úrvalslið Evrópumeistaramótsins í handbolta skipað leikmönnum 18 ára og yngri. Dagur fór á kostum með íslenska liðinu sem endaði í 4. sæti mótsins en strákarnir voru sorglega nálægt því að tryggja brons í lokaleik mótsins

Íslandsmótið í strandblaki - 16 lið frá KA

Blakdeild KA heldur íslandsmótið í strandblaki nú um helgina í Kjarnaskógi en mótið hefst á laugardeginum og lýkur svo með úrslitaleikjum á sunnudeginum. Í strandblaki er keppt í tveggja manna liðum og er taktíkin ansi frábrugðin hinu hefðbundna inniblaki

Dagur, Jens og Maggi í undanúrslitum EM

Íslenska landsliðið í handbolta karla skipað leikmönnum 18 ára og yngri er komið í undanúrslit Evrópumeistaramótsins sem haldið er í Podgorica í Svartfjallalandi. KA á þrjá fulltrúa í hópnum en það eru þeir Dagur Árni Heimisson, Jens Bragi Bergþórsson og Magnús Dagur Jónatansson

Bikarúrslit 21. september!

Nú er loksins komið á hreint að bikarúrslitaleikur KA og Víkings fer fram á Laugardalsvelli þann 21. september. Við munum kynna tilboð á flugi með Icelandair sem og hópferð með rútu á næstu dögum.

Nýr þjálfari hjá Júdódeild KA - Eirini Fytrou

Við hjá Júdódeild KA erum spennt að tilkynna að Eirini Fytrou mun taka við sem nýr aðalþjálfari Júdódeildar KA. Eirini kemur frá Grikklandi og er með yfir 30 ára reynslu í júdó. Hún býr yfir mikilli þekkingu, færni og ástríðu fyrir íþróttinni. Eirini er þjálfari sem trúir því að allt byrji með því að byggja upp sjálfstraust og sjálfsvirðingu. Hún leggur ómældan metnað í nemendur sína og hefur sérstaka hæfileika til að hjálpa þeim að ná sínum besta mögulega árangri.

Dagur Ingi Valsson í KA

KA og Keflavík hafa komist að samkomulagi um félagaskipti Dags Inga Valssonar til KA. Dagur Ingi er 24 ára gamall miðjumaður sem hefur leikið með Keflvíkingum frá árinu 2019. Hann gerir samning við knattspyrnudeild KA út árið 2025

Halli Bolli nýr liðsstjóri meistaraflokks karla

Haraldur Bolli Heimisson eða Halli Bolli eins og hann er iðulega kallaður hefur tekið við hlutverki liðsstjóra hjá meistaraflokki karla í handbolta. Þá mun hann einnig þjálfa 4. og 8. flokk hjá félaginu á komandi vetri