Vetrarstarfið í fótboltanum er framundan og birtum við hér æfingatöflu september mánaðar sem og vetrartöfluna sem tekur gildi 1. október. Mikilvægt að allir iðkendur séu tengdir Sportabler til að fylgjast með ef það eru breytingar á æfingatíma og fá upplýsingar um mót og leiki.
Ef einhverjar spurningar eru varðandi yngriflokkastarfið er hægt að hafa samband við Andra Frey yfirþjálfara 5.-8. fl andrifreyr@ka.is og Alla yfirþjálfara 2.-4. fl alli@ka.
Smelltu á töfluna til að sjá hana stærri
Smelltu á töfluna til að sjá hana stærri
Athugið að breytingar geta verið á helgaræfingunum!
Æfingagjöld o.fl.
Systkinaafsláttur er 10% eða millideildaafsláttur hjá KA er 10%. Afsláttur er ekki veittur af fyrsta gjaldi. Kerfið sér um að reikna afsláttinn eins og við á.
Smellið á https://sportabler.com/shop/KA til að fara á skráningarsíðu KA.
Ef þið lendið í vandræðum, eða hafið einhverjar fyrirspurnir um skráningar hafið þá samband við Arnar Gauta Finnsson, gauti@ka.is eða í síma 462-3482 kl. 9-15 á virkum dögum.