Handknattleiksdeild KA hefur nýtt sér uppsagnarákvæði í samningi sínum við Tarik Kasumovic. Ákvörðunin er tekin af fjárhagslegum forsendum en Tarik sem gekk til liðs við KA fyrir síðasta tímabil hefur verið lykilmaður í liði KA. Ánægja hefur verið með Tarik í félaginu og vill KA þakka honum fyrir samstarfið og óskar honum góðs gengis.