22.12.2020
Nú þegar jólahreingerningin er komin á fullt er handknattleiksdeild KA komin með gám við KA-Heimilið þar sem hægt er að losa sig við flöskur og dósir. Það er því um að gera að losa sig við flöskurnar á einfaldan og þægilegan hátt á sama tíma og þú styður við KA
15.12.2020
Smelltu á fréttina til að sjá vinningshafa í happadrætti handknattleiksdeildar KA og KA/Þór
Nálgast má vinningana í KA-heimilinu frá klukkan 16:00 á miðvikudaginn 16.desember og fram að Þorláksmessu gegn framvísun vinningsmiðans.
11.12.2020
Handboltaleikjaskólinn fer í gang aftur á sunnudaginn. Hann verður þó með breyttu sniði sökum COVID19.
Aðeins börn sem treysta sér að vera án foreldra sinna á meðan æfingunni stendur eru hvött til þess að koma.
29.10.2020
Handknattleiksdeild KA er með gám á lóð KA þar sem hægt er að losa sig við tómar flöskuumbúðir og styrkja handboltastarfið hjá KA í leiðinni. Það er því um að gera að kíkja til okkar með flöskurnar og styðja starfið okkar í leiðinni!
24.10.2020
Handboltaleikjaskóli KA verður ekki á morgun, sunnudaginn 25. október, vegna Covid stöðunnar. Stefnt er hinsvegar á að vera með tíma um næstu helgi og mun koma inn tilkynning þegar nær dregur
12.10.2020
Kvennalið KA/Þórs í handboltanum er farið af stað með sölu á KA og Þórs náttfötum fyrir krakka sem og náttbuxur fyrir alla. Við hvetjum að sjálfsögðu alla til að fjárfesta í þessum glæsilegu náttfötum/náttbuxum og styrkja í leiðinni okkar frábæra lið
08.10.2020
Handboltaleikjaskóli KA fer í smá frí vegna Covid stöðunnar og verður því ekki tími á sunnudaginn. Handboltaleikjaskólinn er nýtt framtak hjá Handknattleikdeild KA sem gefur krökkum fædd árin 2015-2017 tækifæri á að hreyfa sig og fá smjörþefinn af því að æfa handbolta en skólinn fer iðulega fram kl. 10:00 í Naustaskóla á sunnudögum
02.10.2020
Baráttan heldur áfram í Olís deild karla í handboltanum í kvöld er KA sækir Stjörnuna heim í TM-Höllina. KA-liðið hefur farið vel af stað og er með fjögur stig af sex mögulegum og er taplaust eftir fyrstu þrjá leiki sína
01.10.2020
Nú um mánaðarmótin mun koma inn valgreiðslukrafa til allra Akureyringa sem geta þá lagt handknattleiksliðunum KA og KA/Þór lið í sinni baráttu í Olísdeildunum.
Greiddu kröfunua og styrktu handboltafólkið okkar til dáða!
28.09.2020
Nú er í gangi frábært tilboð þar sem þú færð áskrift að Stöð 2 Sport Ísland á sama tíma og þú styrkir handknattleiksdeild KA. Með áskrift að Stöð 2 Sport Ísland færð þú aðgang að öllu íslensku efni á stöðinni og mánaðarverðið er aðeins 3.990 kr. á mánuði