KA hóf tímabilið í Olís deildinni af krafti með 23-21 sigri á Fram í KA-Heimilinu í gærkvöldi. Strákarnir sýndu mikinn karakter og sigldu heim krefjandi sigri en fyrir veturinn er liðunum spáð svipuðu gengi og ljóst að sigurinn getur reynst mikilvægur þegar upp er staðið.
Takmarkanir voru á áhorfendum en það kom ekki í veg fyrir það að stemningin í KA-Heimilinu var frábær og hjálpaði án nokkurs vafa við að hala inn þessum mikilvæga sigri.
Hér má sjá gang leiksins:
Þórir Tryggvason og Egill Bjarni Friðjónsson ljósmyndarar voru á leiknum og bjóða hér upp á myndaveislu frá leiknum.
Smelltu á myndina til að skoða myndir Þóris Tryggvasonar frá leiknum
Smelltu á myndina til að skoða myndirnar hans Egils Bjarna frá leiknum