Flöskugámur handknattleiksdeildar

Handknattleiksdeild KA er með gám á lóð KA þar sem hægt er að losa sig við tómar flöskuumbúðir og styrkja handboltastarfið hjá KA í leiðinni. Það er því um að gera að kíkja til okkar með flöskurnar og styðja starfið okkar í leiðinni!

Ef þú vilt láta sækja til þín flöskur er hægt að senda póst á siguroli@ka.is og við sækjum flöskurnar til þín við fyrsta tækifæri.