20.01.2024
Handboltaleikjaskóli KA fyrir hressa krakka fædd 2018 til 2021 fer aftur af stað sunnudaginn 4. febrúar næstkomandi. Viðtökurnar hafa verið frábærar og hefur heldur betur verið gaman að fylgjast með krökkunum kynnast handbolta á skemmtilegan hátt
29.12.2023
KA átti alls fimm fulltrúa í U18 ára landsliði Íslands í handbolta sem keppti á Sparkassen Cup í Þýskalandi undanfarna daga en mótinu lauk nú í kvöld. Þetta eru þeir Dagur Árni Heimisson, Hugi Elmarsson, Jens Bragi Bergþórsson, Magnús Dagur Jónatansson og Óskar Þórarinsson
28.12.2023
Ekill hefur gert nýjan samstarfssamning við kvennaráð KA/Þórs og verður því áfram lykilbakhjarl í uppbyggingu kvennaliðs okkar í handboltanum. Samstarf handboltans við Ekil hefur gengið afar vel undanfarin ár
18.12.2023
Búið er að draga í Jólahappadrætti KA og KA/Þór. Vinningsnúmerin má sjá í fréttinni.
Vinningana má nálgast í KA-heimilinu frá og með 19. des fram til 22. des og síðan milli jóla og nýárs og allan janúar!
01.12.2023
Handknattleikslið KA og KA/Þórs standa fyrir veglegu jólahappdrætti og fer sala á miðum fram hjá leikmönnum og stjórnarmönnum liðanna. Alls eru 75 vinningar í boði og er heildarverðmæti vinninganna 1.910.490 krónur
15.11.2023
KA/Þór tekur á móti ÍR í gríðarlega mikilvægum leik í Olísdeild kvenna kl. 18:00 á fimmtudaginn. Leikurinn er sá síðasti fyrir HM hlé og kemur sigur stelpunum okkar í góða stöðu fyrir síðari hlutann
08.11.2023
Kæru stuðningsmenn KA og KA/Þórs.
Handknattleiksdeild KA ætlar að endurnýja stuðningsmannavegginn góða sem hangir uppi í stiganum í KA-heimilinu. Þar má sjá fjölda nafna sem styðja og styrkja starf handknattleiksdeildar.
Nú eru síðustu forvöð að skrá sig á vegginn en hann fer í prentun í næstu viku. Hægt er að skrá eins mörg nöfn og maður vill auk þess sem hægt er að fá lógó fyrirtækja á vegginn.
Deildin óskar eftir 10.000 kr. fyrir hvert nafn sem fer að sjálfsögðu í að styrkja starf beggja deilda - en stærri framlög eru líka vel þegin
Takk fyrir stuðninginn!
Reikningur handknattleikdeildar er: 0162-26-11888 kt 571005-0180 6599533
13.10.2023
Það er heldur betur handboltaveisla framundan í KA-Heimilinu í kvöld þegar KA tekur á móti Haukum í Olísdeild karla kl. 19:30. Bæði lið hafa farið vel af stað og eru með 6 stig eftir fyrstu fimm leiki vetrarins og ljóst að það er hörkuleikur framundan
02.10.2023
Í kvöld fer fram stórleikur í Grill66 deild karla í handbolta þegar að ungmennalið KA tekur á móti Þór.
Leikurinn hefst kl. 19:30 og gilda ársmiðar KA á leikinn! Það verða hamborgarar á grillinu og góð stemming!
25.09.2023
Handknattleiksdeild KA/Þór hefur gengið frá samningum við brasilískar systur. Nathália Fraga og systir hennar Isabelle Fraga.