03.08.2024
Á morgun, sunnudag, fer fram hið glæsilega strandhandboltamót sem KA/Þór stendur fyrir og er hluti af fjölskylduhátíðinni Ein með Öllu. Keppt er í þremur flokkum og ljóst að mikil eftirvænting er fyrir þessu skemmtilega móti
25.06.2024
Telma Lísa Elmarsdóttir hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við KA/Þór og er nú samningsbundin félaginu út tímabilið 2025-2026. Þetta eru afar jákvæðar fréttir enda Telma sterk skytta sem og öflugur varnarmaður sem er uppalin hjá KA/Þór
18.06.2024
Handknattleiksdeild KA/Þórs í samvinnu við EINNI MEÐ ÖLLU verður með strandhandboltamót í Kjarnaskógi um verslunarmannahelgina. Mótið hefur slegið í gegn undanfarin ár og síðast komust færri að en vildu. Því er um að gera að skrá sig sem allra fyrst
12.06.2024
Anna Þyrí Halldórsdóttir skrifaði í dag undir nýjan samning við KA/Þór og leikur hún því áfram með liðinu á komandi handboltavetri. Þetta eru gífurlega jákvæðar fréttir enda hefur Anna Þyrí sýnt sig og sannað sem einn besti línumaður og varnarmaður Olísdeildarinnar undanfarin ár
07.06.2024
Jóhann Geir Sævarsson skrifaði í dag undir nýjan tveggja ára samning við handknattleiksdeild KA og er hann nú samningsbundinn félaginu út tímabilið 2025-2026
05.06.2024
Andri Snær Stefánsson verður aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla á næsta handboltavetri og kemur þar með inn í teymið hjá Halldóri Stefáni Haraldssyni aðalþjálfara liðsins. Það er klárt að það er gríðarlega sterkt að fá jafn reynslumikinn mann eins og Andra inn í þjálfarateymi meistaraflokks
05.06.2024
Sif Hallgrímsdóttir hefur skrifað undir nýjan samning við KA/Þór og leikur því áfram með liðinu á næstu leiktíð. Sif sem er 18 ára gömul er ákaflega efnilegur markvörður sem hefur verið viðloðin yngrilandslið Íslands
31.05.2024
Elsa Björg Guðmundsdóttir skrifaði á dögunum undir nýjan tveggja ára samning við KA/Þór. Eru þetta ákaflega jákvæðar fréttir en Elsa er ein af fjölmörgum uppöldum leikmönnum liðsins sem við ætlum að byggja lið okkar á næstu árin
22.05.2024
Kristín Aðalheiður Jóhannsdóttir hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við KA/Þór og leikur því með áfram með liðinu. Þetta eru frábærar fréttir en Kristín er uppalin hjá KA/Þór og afar mikilvægur hlekkur í okkar öfluga liði
16.05.2024
Hugi Elmarsson skrifaði í dag undir nýjan tveggja ára samning við handknattleiksdeild KA og er nú samningsbundinn út tímabilið 2025-2026. Hugi sem er 18 ára gamall er afar efnilegur vinstri hornamaður sem hefur verið að vinna sér inn stærra hlutverk í meistaraflokksliði KA